Úrval - 01.06.1957, Síða 43
ÞEGAR ÖLD TÓMSTUNDANNA GENGUR 1 GARÐ
URVAL
til að svala þeirri löngun, en
skyldi það ekki ofmettast, ef
það ætti að horfa á slíkan leik
þrisvar í viku?
Mundi það ekki brátt krefj-
ast einhvers æsilegra, svo sem
hneifaleikakeppni eða jafnvel
blóðugra skilminga ? Það er erf-
itt að sjá, hvemig hægt væri
í rami og veru að láta þennan
hluta fólksins alveg sjálfráðan
um að velja sér skemmtanir.
0g svo er það fjárhættuspil,
sem vissulega er lokkandi fyrir
marga, og þeim mun meira sem
það mundi færa með sér áhættu
og eftirvæntingu inn í hina til-
breytingarlausu tilveru persónu-
legs öryggis, sem menn vænta
sér í þessum nýja heimi. Er ekki
líklegt, að fjárhættuspil mundi
verða helzta áhugamál mikils
hluta fólksins?
Æðimargir menn eru væru-
kærir að eðlisfari; þeir munu
láta sér nægja að lifa kyrrlátu
lífi. Slíkt er engin dyggð í sjálfu
sér, en slíkir menn munu að
minnsta kosti ekki valda öðrum
óþægindum. Margskonar at-
hafnir fólksins munu þarfnast
skipulagningar á öld tómstund-
anna, og í því efni munu hinir
værukæru verða viðráðanlegir
öðrum fremur. Skoðun mín er
sú, að þörf verði fyrir svo mik-
ið af boðum og bönnum, að lít-
ill tími verði til jákvæðrar við-
leitni í þá átt að örva hina væru.
kæru til athafna.
Að lokum eru svo ævintýra-
mennirnir. Miklu máli skiptir,
að þörfum þeirra sé fullnægt,
ella munu þeir áreiðanlega leita
ævintýra- og athafnaþrá sinni
útrásar með því að stofna til
vandræða.
Vafalaust munu sumir geta
fengið fullnægingu í því að klífa
fjöll, en þó aðeins þeir, sem
hefðu til þess líkamlegt atgervi.
Og þá vaknar sú spurning,
hvemig fullnægja megi athafna-
þrá hinna þannig, að ekki verði
hætta á að þeir stofni til vand-
ræða.
Stjórnmálabarátta — senni-
lega róttæk og jafnvel bylt-
ingasinnuð — mundi verða þeim
mjög að skapi, en svo eru aðrir
sem aðeins myndu finna ævin-
týralöngun sinni fullnægingu í
glæpum.
Niðurstaðan af þessum hug-
leiðingum mínum er því sú, að
meirihluti mannkynsins sé að
eðlisfari ekki hæfur til þess að
eiga frjálst val um það, hvemig
hann eigi að eyða tómstundum
sínum. Án efa mundi þurfa að
stofna til einhvers í líkingu við
skylduleiki skólapilta.
Það mun verða meginvanda-
málið á þeirri öld tómstund-
anna, sem nú virðist ekki langt
undan.
— O —
41