Úrval - 01.06.1957, Síða 44
Ungur Brasiliumaður, Alberto Santos-Dumont,
var elnn þeirra ofurkappa, sem hófu flug-
listina til vegs, og um ekkert nafn í
þeim hópi hefur staðið meiri Ijómi.
Ofurkappi á flugi.
TJr bókinni „Ships in the Sky“,
eftir John Toland.
UNDARLEG þyrping þokað-
ist áfram eftir stórri flöt
í dýragarðinum í París dag
nokkum 1898. Ungir spjátr-
ungar, sumir með húfur og í
köflóttum knébuxum, aðrir með
pípuhatta og í svörtum síðjökk-
um, siluðust áfram í bílum sín-
um; á eftir þeim komu stúdent-
ar og skrifstofumenn. Allir voru
í uppnámi. Því að þennan dag,
þann 20. september, mátti vænta
þess að gerð yrði fyrsta tilraun
til þess að stýrt fleyi um vegi
loftsins.
Hópurinn laust upp fagnaðar-
ópi þegar hann sá nýjasta und-
ur loftsins — 82 feta langt, gult
loftfar, í lögun eins og illa gerð-
an vindil, með tágakörfu hang-
andi neðan úr sér. Nokkrir menn
drógu loftfarið svífandi á eftir
sér. Þegar loftfarið nálgaðist há
tré við jaðar sléttunnar, mátti
heyra ungan, hvatlegan mann,
sem stóð kæruleysislega í körf-
unni, gefa hvellróma skipanir.
Mennirnir, sem héldu í kaðl-
ana, toguðu loftfarið niður,
þangað til karfan snerti jörð-
ina.
Alberto Santos-Dumont stökk
fimlega niður á jörðina. Hann
var höfundur og stjómandi loft-
farsins, vellauðugur Brasilíu-
maður, klæddur í smáteinótt föt,
með stráhatt og hanzka.
Santos vafði bandi um hjólið
á tvígengis benzínhreyflinum,
sem festur var aftan í körfuna,
og dró það snöggt til sín. Hreyf-
illinn fór af stað með háum
skellum. Hópurinn hröklaðist
frá skelfdur. Ungur maður benti
óttasleginn með staf sínum á
blossana, sem stóðu nokkur fet
aftur úr útblástursrörinu og
kallaði: „Hann getur kveikt í
vetninu í loftbelgnum!"
Santos hristi góðlátlega höf-
uðið. Það var skoðun hans, að
með hinum nýuppfundna benzín-
hreyfli væri fenginn sá aflgjafi,
sem dygði til að knýja loftfar,
en það hafði hingað til verið
talinn óleysanlegur vandi.
Sex reyndir loftbelgjasérfræð.
ingar gengu nú fram og ráð-
42