Úrval - 01.06.1957, Page 46
URVAL
réttu að standa, mundi bifhjól-
ið brátt kasta honum af baki.
Santos ræsti hreyfilinn. Það
kom í ljós, að titringurinn var
minni en niður á jörðu. Það var
fyrsti sigur hans í loftinu!
Hann kenndi honum að treysta
á dómgreind sjálfs sín. Móti
allra ráðum og spádómum smíð.
aði hann Santos-Dumont I og
flaug hina fyrstu minnisverðu
flugferð sína.
Næstu þrjú ár hins unga upp-
finningamanns fóru í að smíða
og prófa þrjú loftför til viðbót-
ar, hver ný gerð endurbætt.
Hann var um þessar mundir
helzta umræðuefni Parísarbúa
og átrúnaðargoð ungra manna,
sem stældu hann í klæðaburði
og málfari og létu sér vaxa
skegg eins og hann. Enda var
hann mjög óvenjulegur í hátt-
um. Þó að hann væri heimsmað-
ur var hann óbrotinn og hreinn
og beinn og gæddur seiglu og
þrautseigju bóndans. Oft vann
hann á skyrtunni allan morgun-
inn með vélamönnum sínum og
snæddi síðan hádegisverð í ein-
hver ju dýrindisveitingahúsi með
Roland Bonaparte prins eða
Leopold Belgíukonungi.
Það va.r um þessar mundir
sem Henry Deutsch, félagi í
Loftklúbbnum, hét 350.000
króna verðlaunum þeim sem
fyrstur gæti flogið frá flugvell-
inum. í St.-Cloud til Eiffeltums-
ins og til baka aftur (um sjö
mílna leið) á hálftíma.
Deutsch sætti gagnrýni fyrir
OFXJRKAPPI A FLUGI
að heita verðlaununum fyrir ó-
leysanlega þraut. Santos sagði
fátt, en hóf í kyrrþey smíði
Santos-Dumont V, sem var á
ýmsan hátt endurbætt. Hann
smíðaði sjálfur þrístrendan tré-
kjöl, sem var 18 metra á lengd
og aðeins 40 kg á þyngd, og á
hann miðjan festi hann 12 hest-
afla hreyfil. Aðstoðarmönnum
sínum til skelfingar tók hann
öll kaðalstögin og setti víra í
staðinn og dró þannig um helm-
ing úr loftmótstöðunni. Sumarið
1901 var loftfarið fullsmíðað,
og allt var til reiðu fyrir fyrstu
tilraun sem gerð hafði verið til
að sigla loftfari afmarkaða leið
á tilteknum tíma.
Hinn 13. júlí kl. 6.20 opnuðust
hinar miklu rennihurðir á flug-
skýlinu í St.-Cloud og loftfar-
ið var dregið út á völlinn. Sant-
os sat á skyrtunni í körfunni
með stráhatt á höfði og skraf-
aði og hló eins og skóladrengur.
Vísindanefndin, sem Loftklúbb-
urinn hafði kjörið til dóms,
gekk hátíðlega að körfunni.
Klúbbfélagarnir, með Bonaparte
prins í broddi fylkingar, ósk-
uðu Santos góðrar ferðar.
Henry Deutsch bað hann
lengstra orða að tefla ekki í
neina tvísýnu.
Loks hoppaði Santos niður á
jörðina og ræsti hreyfilinn.
Hann hikstaði eins og á báðum
áttum og vélamaðurinn hans
sagði, að hann þyrfti athugunar
við. En Santos vildi ekki eyða
tíma í slíkt, enda þótt hann
44