Úrval - 01.06.1957, Side 47

Úrval - 01.06.1957, Side 47
OFURKAPPI Á FLUGI TJRVAL vissi, að ef hreyfillinn stanzaði á flugi væri ekki hægt að setja hann af stað aftur. Hann vildi ekki láta mannfjöldann bíða. Tímavörðurinn, Henri de la Vaulx greifi, tók upp úrið og það lagðist þögn yfir hópinn. Landfestar voru leystar. „6.41!“ kallaði greifinn — til þess að vinna verðlaunin varð Santos að vera kominn yfir marklínuna fyrir kl. 7.11. Loftfarið lyftist hægt. Mann- fjöldinn horfði á Santos fleygja fyrir borð hverjum sandpokan- um á fætur öðrum á meðan loftfarið var á leið yfir Signu í áttina til Eiffelturnsins. Það hækkaði stöðugt flugið, unz það var eins og depill yfir París. Þegar það kom að turninum hvarf það, en stundarkomi síð- ar kom það aftur í ljós. Santos hafði siglt kringum turninn kl. 6.54. Tíðindin bárust örskjótt og allir á vellinum voru sannf ærðir um að Santos mundi vinna. En næstu mínútumar virtist loft- farinu lítið miða áfram. Að lok- um var það þó komið út yfir Signu, en hafði hvassan mót- vind. Nú vom aðeins eftir þrjár mínútur. Mannfjöldinn æpti hvatningarorð til Santos. En hreyfillinn hikstaði og lítið sem ekkert miðaði. Kl. 7.21, tíu mínútum of seint, flaug Santos yfir marklínuna. En áður en hann gat gert til- raun til að lenda, hraktist loft- farið aftur yfir Signu. Tvisvar komst Santos aftur yfir mark- ið, en hraktist í bæði skiptin til baka eins og sundmaður, sem syndir móti hörðum straumi. Að lokum stöðvaðist hreyfillinn og loftfarið barst stjórnlaust með vindi út yfir Boulogneskóg. Loftbelgurinn lagðist saman. Áhorfendur horfðu með skelf- ingu á Santos-Dumont V hverfa úr augsýn. Vinir Santos hlupu að bílum sínum og óku í áttina til slysstaðarins sannfærðir irnti að finna hann limlestan eða dauðan. Hálfri stundu síðar óku þeir inn á landareign de Rothschilds baróns. Þeir sáu gulann loft- belginn flæktan í lim hávaxins kastaníutrés. Sér til undrunar sáu þeir Santos standa í tága- körfunni hátt uppi í trénu. Hann var í mestu makindum að maula mat, sem d’Eu greifafrú, ná- granni Rothschilds, hafði sent honum. „Er allt í lagi, Alberto?“ spurði einn vina hans. Santos ýtti stráhattinum aft- ur á hnakka og sagði: „Það væri gott að fá glas af bjór.“ Loftfarið hafði lítið skemmzt þegar það hrapaði í garð Rothsehilds og þrem vikum síðar var Santos reiðubúinn að gera nýja tilraim. I þetta skipti var veður ágætt. Loftfarið steig hratt og tók stefnu á turninn. Þótt klukkan væri hálfsjö að morgni, var þröng á götum Par- ísar. Eftir níu mínútna og sjö sekúndna flug hafði Santos snú- 45
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.