Úrval - 01.06.1957, Síða 47
OFURKAPPI Á FLUGI
TJRVAL
vissi, að ef hreyfillinn stanzaði
á flugi væri ekki hægt að setja
hann af stað aftur. Hann vildi
ekki láta mannfjöldann bíða.
Tímavörðurinn, Henri de la
Vaulx greifi, tók upp úrið og
það lagðist þögn yfir hópinn.
Landfestar voru leystar. „6.41!“
kallaði greifinn — til þess að
vinna verðlaunin varð Santos
að vera kominn yfir marklínuna
fyrir kl. 7.11.
Loftfarið lyftist hægt. Mann-
fjöldinn horfði á Santos fleygja
fyrir borð hverjum sandpokan-
um á fætur öðrum á meðan
loftfarið var á leið yfir Signu
í áttina til Eiffelturnsins. Það
hækkaði stöðugt flugið, unz það
var eins og depill yfir París.
Þegar það kom að turninum
hvarf það, en stundarkomi síð-
ar kom það aftur í ljós. Santos
hafði siglt kringum turninn kl.
6.54.
Tíðindin bárust örskjótt og
allir á vellinum voru sannf ærðir
um að Santos mundi vinna. En
næstu mínútumar virtist loft-
farinu lítið miða áfram. Að lok-
um var það þó komið út yfir
Signu, en hafði hvassan mót-
vind. Nú vom aðeins eftir þrjár
mínútur. Mannfjöldinn æpti
hvatningarorð til Santos. En
hreyfillinn hikstaði og lítið sem
ekkert miðaði.
Kl. 7.21, tíu mínútum of seint,
flaug Santos yfir marklínuna.
En áður en hann gat gert til-
raun til að lenda, hraktist loft-
farið aftur yfir Signu. Tvisvar
komst Santos aftur yfir mark-
ið, en hraktist í bæði skiptin
til baka eins og sundmaður, sem
syndir móti hörðum straumi. Að
lokum stöðvaðist hreyfillinn og
loftfarið barst stjórnlaust með
vindi út yfir Boulogneskóg.
Loftbelgurinn lagðist saman.
Áhorfendur horfðu með skelf-
ingu á Santos-Dumont V hverfa
úr augsýn. Vinir Santos hlupu
að bílum sínum og óku í áttina
til slysstaðarins sannfærðir irnti
að finna hann limlestan eða
dauðan.
Hálfri stundu síðar óku þeir
inn á landareign de Rothschilds
baróns. Þeir sáu gulann loft-
belginn flæktan í lim hávaxins
kastaníutrés. Sér til undrunar
sáu þeir Santos standa í tága-
körfunni hátt uppi í trénu. Hann
var í mestu makindum að maula
mat, sem d’Eu greifafrú, ná-
granni Rothschilds, hafði sent
honum.
„Er allt í lagi, Alberto?“
spurði einn vina hans.
Santos ýtti stráhattinum aft-
ur á hnakka og sagði: „Það
væri gott að fá glas af bjór.“
Loftfarið hafði lítið skemmzt
þegar það hrapaði í garð
Rothsehilds og þrem vikum
síðar var Santos reiðubúinn að
gera nýja tilraim. I þetta skipti
var veður ágætt. Loftfarið steig
hratt og tók stefnu á turninn.
Þótt klukkan væri hálfsjö að
morgni, var þröng á götum Par-
ísar. Eftir níu mínútna og sjö
sekúndna flug hafði Santos snú-
45