Úrval - 01.06.1957, Page 48
ÚRVAL
ið við. Mannfjöldinn sem á
horfði var sannfærðnr um að
nú mundi hann vinna, en Santos
vissi, að ekki var allt með felldu.
Hann hafði tekið eftir því, á
miðri leið til turnsins, að leki
var kominn að loftbelgnum, en
ákvað þó að hætta á að halda
áfram. Rétt eftir að hann hafði
flogið kringum turninn, sá haim
að tekið var að slakna á þensl-
unni í belgnum. Þegar hann var
yfir borgarvirkjum Parísar, var
einn vírinn, sem hélt uppi kjöln-
um, orðinn svo slakur, að hann
flæktist í skrúfuna. Santos
stöðvaði hreyfilinn áður en
meira tjón hlytist af, en loft-
farið tók að síga.
Frá St.-Cloud séð virtist lítil
von til þess að Santos slyppi
lífs af, ef hann hrapaði niður
á þök Parísar með egghvöss
speldi á öllum reykháfum.
Stundarkorni síðar hvarf loft-
farið sjónum og rétt á eftir
heyrðust drunur. Scmtos-Du-
mont V hafði sprungið.
Mannf jöldinn æpti af skelfingu
Henry Deutsch, sá sem gefið
hafði verðlaunin, brast í grát.
Brunaliðsmenn á Passystöðinni,
sem horft höfðu á flugið, stukku
upp í vagna sína og hvöttu
hesta sína. Við enda Rue de
l’Alboni sáu þeir mannþyrpingu
og störðu allir upp á þak sex
hæða húss. Kjölur loftfarsins
hékk fram af þakskeggi lægra
húss, en tætlur úr loftbelgnum
héngu niður úr honum. Bruna-
liðsmennirnir spurðu hvert líkið
OFURKAPPX Á FLUGI
af Santo hefði kastazt. Búðar-
stúlka benti æst upp í 30 metra
hæð. Þar, á gluggasillu með
grindum fyrir, stóð hinn xmgi
Brasilíumaður. Þegar belgmlnn
sprakk á þakskegginu, hafði
Santos stokkið fimlega úr körf-
unni og ofan á gluggasilluna.
Hálfri stundu síðar, þegar
hann hafði athugað skemmdirn-
ar á hreyflinum, kom hann nið-
ur á götuna. Múgurinn þusti
kringum hann og kvenfólkið
faðmaði hann og æpti: „Lengi
lifi litli Santos okkar!“ Að lok-
um tókst vinum hans frá St.-
Cloud að komast að honum.
„Hvað ætlarðu að gera, Al-
berto?“ spurði einn þeirra.
„Reyna aftur, auðvitað,“
sagði Santos undrandi. Og sama
kvöldið hóf hann smíði Santos-
Dumont VI.
Santos ætlaði að gera þriðju
tilraunina 19. október 1901. En
veðrið var svo slæmt þegar flug-
ið skyldi hefjast, klukkan tvö,
að aðeins fimm dómaranna
mættu. Hvass sviftivindur af
suðaustri var við Eiffelturninn
og sérfræðingar töldu glapræði
af Santos að freista flugsins.
En eins og venjulega sat Santos
við sinn keip. Klukkan 2,42 hóf
loftfarið sig til flugs og tók þeg-
ar stefnuna á Eiffeltuminn.
Mannfjöldinn á St. Cloud gapti
af undrun yfir því hve hratt
loftfarið flaug. Níu mínútum
síðar hvarf það bak við tum-
inn. Sjálf borgin var öll í upp-
námi. Vindustiginn í turninum
46