Úrval - 01.06.1957, Side 49
OFURKAPPI Á FLUGI
var þéttstaðinn fólki, sem æpti
hvatningarorð til Santos um leið
og hann flaug framhjá í tæp-
lega 50 metra fjarlægð. Á göt
unum kringum turninn var
krökt af fólki.
Allt í einu hikstaði hreyfill-
inn og stýrið slengdist sitt á
hvað. Það sló þögn á mannf jöld-
ann. Svo sást örlítil mannvera
stíga upp úr körfunni og ganga
rólega aftur að hreyflinum.
Santos lagaði blöndunginn eins
og ekkert væri og fáeinum sek-
úndum síðar var hreyfillinn
kominn í gang aftur. Svo fetaði
hann sig aftur fram eftir kil-
inum eins og trúður sem gengur
á kaðli og vó sig upp í körf-
una aftur.
Mannfjöldinn laust upp fagn-
aðarópi og einni mínútu síðar
var Santos kominn yfir Signu.
En hann vissi, að tíminn var
naumur; þessvegna flaug hann
yfir marklínuna á fullri ferð án
þess að lenda. Þá þar klukkan
3:11,30. Santos hafði flogið leið-
ina á 29% mínútu. Hann sneri
loftfarinu við og lenti. En dóm-
aramir töldu fluginu ekki lokið
fyrr en loftfarið hefði snert
jörðu og úrskurðuðu, að Santos
hefði farið 40 sekúndur fram
yfir tímann.
Mannfjöldinn mótmælti dóm-
inum. Hann lyfti Santos upp úr
körfunni og bar hann eins og
sigurvegara inn í flugskýlið.
Konur köstuðu til hans blóm-
um, hálsfestum og öðrum skart-
gripum. 1 sömu svifum kom
tTRVAL
Deutsch og faðmaði Santos að
sér. „Að mínu áliti,“ hrópaði
hann, „hefur þú unnið til verð-
launanna."
Allt komst í uppnám í París
út af úrskurðinum. Blöðin voru
hávær. Æstir menn fóru í hóp-
um um göturnar og heimtuðu
verðlaunin Santos til handa.
Dómnefndin hélt sig innan dyra.
Nokkrum dögum síðar kom
vísindanefndin saman til loka-
atkvæðagreiðslu um málið. Úr-
slitin urðu þau, að 12 greiddu
atkvæði með því að Santos fengi
verðlaunin, en 9 voru á móti.
Vinsældir hins 28 ára gamla
Brasilíumanns jukust enn þegar
hann skipti verðlaununum milli
aðstoðarmanna sinna og fátækl-
inga í París.
Santos hélt áfram að smíða
loftför — þau urðu 14 alls —
og næstu árin voru þau ein
helzta skrautf jöðrin í hatti Par-
ísar. Til þess að auka vinsældir
flugsins fann hann upp á ýms-
um tiltækjum. Hann skemmti
vegfarendum með því að leggja
loftfari sínu við eftirlætisvín-
stofuna sína meðan hann fékk
sér glas af víni. Einu sinni
sigldi hann fari sínu niður
Washingtongötu og staðnæmd-
yfir skrauthýsi sínu þangað til
þjónn hans tók í landfestamar
og festi loftfarið við dymar
meðan Santos át miðdegisverð.
Santos hlaut alheimsfrægð af
flugi sínu kringum Eiffeltum-
inn og almenna viðurkenningu
sem helzti brautryðjandi í flugi
47