Úrval - 01.06.1957, Side 52

Úrval - 01.06.1957, Side 52
ÚRVAL út á völlinn í veg fyrir vélina, til þess að komast eins nærri henni og þeir gátu. Santos greip í ofboði í hæðarstýrið og vélin lyftist upp í 20 feta hæð. Þá beygði hann til hægri og síðan til vinstri, til að reyna að finna autt svæði þar sem hann gæti lent. En við þessar snöggu beygjur brast stýrisstrengur og vélin missti flugið. En Santos tókst þó að finna eyðu í mann- fjöldanum þar sem hann lenti vélinni. Ekki hafði vélin fyrr snert jörðina en fólkið þusti að úr öllum áttum. Eftir skyndifund ruddu dóm- ararnir sér leið að vélinni og tilkynntu Santos, sem enn var að kvarta undan því að mann- fjöldinn hefði komið í veg fyrir að hann flygi miklu lengra, að hann hefði flogið 220 metra á 21,2 sekúndum. Andlit litla Brasilíumannsins ljómaði — 220 metra! Það var þó ekki hopp! Loksins mundi heimurinn viðurkenna, að hann hefði orðið fystur til að fljúga mælda vegalengd. Afrek Santos varð frönskum keppinautum hans hvatning. Santos birti allar teikningar sín- ar og hvatti aðra til að hag- nýta sér þær endurgjaldslaust. í október 1907 setti Henri Far- man nýtt met, flaug 770 metra. Santos varð fyrstur til að óska honum til hamingju. Árið eftir flugu Wrightbræður fyrstu op- inberu flug sín og slógu öll fyrri met. En jafnframt ítrekuðu þeir OFURKAPPI Á FLUGI fyrri staðhæfingu sína um það, að þeir en ekki Santos hefðu fundið upp flugvélina. Deila þessi varð öllum til leiðinda. Flestir franskir flugmenn studdu Santos með þeim rök- um, að einungis flug undir eftir- liti eins og því sem Loftklúbb- urinn hafði staðið að, gæti tal- izt gilt. Aðrir bentu á, að flug- vél Wrightbræðra hefði ekki hafið sig til flugs af sjálfsdáð- um, heldur hefði henni verið slöngvað á loft. Santos leiddust þessar deilur og hafðist mest við á verkstæði sínu. Nokkrum mánuðum síðar hafði hann lokið smíði lítillar einþekju, sem vó aðeins 117 kg. Vænghaf hennar var tæpir 5 metrar og hreyfillinn 20 ha. Hinn 13. september 1909 flaug hann þessari litlu flugvél 8 km leið frá St.-Cyr til Buc á fimm mínútum — nærri 100 km á klukkustund. Árið eftir tilkynnti Santos, þá á hátindi frægðar sinnar og vin- sælda, að hann væri hættur öll- um flugtilraunum. „Ég get nú dregið mig í hlé," sagði hann. „Dramnur minn er orðinn að veruleika." En það átti ekki fyrir Santos að liggja, að lifa ánægður í kyrrð og næði. Þegar heims- styrjöldin fyrri brauzt út, lagð- ist á hann þunglyndi og hann lokaði sig inni í húsi sínu nærri París. Honum fannst hann vera persónulega ábyrgur fyrir þeirri tortímingu mannslífa og verð- 50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.