Úrval - 01.06.1957, Side 55
BOOMERANG — HIÐ ÁSTRALSKA KASTVOPN
URVAL
niður eins og máf á flugi, imz
það er aðeins fáa sm frá jörðu,
en taka þá skyndilega lárétta
stefnu í áttina til kastarans.
1 kastlengdarkeppni senda
frumbyggjarnir boomerang-
skeyti sín í kringum tré í 120
til 130 metra fjarlægð. 1 þess-
um köstum er flughraði skeyt-
isins um 80 km á klukkustund
eða meira, og það snarsnýst svo
hratt, að það líkist diski á rönd.
I um 6 metra hæð beygir það
og flýgur í löngum sveig kring-
um tréð, tekur síðan beina
stefnu til baka, eykur hraðann
og hvín þá í því á fluginu, eins
og í skopparakringlu. Það hittir
jörðina við fætur kastarans með
svo miklu afli, að endinn stingst
15—20 cm á kaf.
Boomerangskeytin sem frum-
byggjamir nota til þessara
íþrótta eru frá 45 til 90 sm á
lengd. Homið milli armanna er
frá 90 til 120°, — þetta æva-
forna vopn er þannig ekki ó-
svipað í lögun og vængimir
á hraðfleygustu þotum nútím-
ans.
Ef við athugum boomerang
sjáum við, að annar armurinn
er snöggtum styttri en hinn
fbótt báðir séu jafnþungir).
önnur hliðin er flöt, en hin kúpt
eða rislaga. Þá era blöðin ör-
lítið undin, líkt og skrúfublað
á flugvél. Það er þessi vinding-
ur, sem lyftir skeytinu á flug-
inu; en þegar skeytið flýgur frá
kastaranum í lóðréttri stöðu,
verður flug þess í láréttum
sveig, sem ber það aftur til kast-
arans.
Hvernig gat þessi frumstæða
þjóð fundið upp tæki, sem bygg-
ist á jafnflóknum flugfræðileg-
um grandvallarlögmálum? Telja
má víst, að undanfari þess sé
hið íbjúga kastprik, sem er
eldra vopn. Það er lengra og
þyngra og flatt beggja megin.
Það fer í sveig á fluvinu, en
snýr ekki aftur. Þegar því er
kastað á eftir veiðidýri, flýgur
það hratt og lágt og snýst eins
og kringla á fluginu. Ég hef
séð það fljúga 225 metra, og
ég hef einnig séð það leggja
að velli þrjár kengúrar í einu
kasti. Enn þyngra kastvopn er
stríðsboomerangskeytið. Það
getur verið hálfur annar metri
á lengd og er því kastað með
báðum höndum.
Afburðaleikni með boomer-
angskeyti, sem koma á aftur
til kastarans, krefst geysimik-
illar þjálfunar, og þeir, sem
henni ná, eyða engu minni tíma
til æfinga en hljóðfæraleikari.
Undir eins og negradrengur í
Ástralíu er farinn að ganga, er
byrjað að æfa hann. Faðir hans
gerir honum lítið skeyti, sem
hann lærir fljótt að kasta. Þeg-
ar hann hefur náð nokkurri
leikni, tekur hann að þjálfa sig
með jafnöldram sínum og stund-
um sér eldri mönnum, ekki að-
eins í því að kasta, heldur einn-
ig í því að víkja sér undan
boomerang á flugi. Áður en
langt um líður er hann orðinn