Úrval - 01.06.1957, Side 60
ttRVAL
ÁKVÖRÐUN MlN
ríkisstefna sem jaðraði við styrjöld,
og í afstöðunni til Israel „var gyð-
ingahatrið hafið upp og gert að
utanrikisstefnu." 1 Póllandi studdu
Sovétríkin afturhaldsöflin innan
Kommúnistaflokksins, og í Ung-
verjalandi fékk heimurinn tækifæri
til að kynnast nýrri tegund sósíal-
isma — „sósialisma ofbeldis og
morða“. — 1 júní 1956 hafði Past
vonað, að Sovétríkin afnæmu dauða-
refsingu, „til þess hefði aðeins þurft
ákvörðun forustunnar", en höfuðin
héldu áfram að fjúka.
Nýlega hefur frétzt að játn-
ingar einar saman séu ekki
lengur nægilegt sönnunargagn
í Sovétríkjunum; en það er
langur vegur þar frá og til
fimmtu viðbótargreinar við
stjórnarskrá Bandaríkjanna,
sem tryggir það, að enginn
sem liggur undir kæru sé
nokkurn tíma neyddur til að
vitna gegn sjálfum sér. Munur-
inn á þessu grundvallarákvæði
og veruleikanum í sósíalistísku
ríki, sem telur sig búa við
æðsta form þjóðfélagsskipunar
sem til er, en sem skortir jafn-
vel hin fátæklegustu lagalegu
réttindi og tryggingu, sem
bæði Bandaríkin og England
láta þegnum sínum í té — þessi
mismunur er vægast sagt efni
til íhugunar.
Nokkrir vinir mínir hafa
bent á, að þess sé ekki að
vænta að í Rússlandi séu sömu
réttarreglur og á Vesturlönd-
um. Lögfræðingur sem er
kommúnisti, sagði við mig hér
um daginn: ,,En þessi grund-
vallarákvæði (eins og fimmta
viðbótargreinin) hafa aldrei
látið sín getið í réttarfarsregl-
unum — hvorki í Rússlandi né
nokkurs staðar annars staðar í
Evrópu". Það er rétt, og það
hefur heldur aldrei fyrr verið
sósíalismi í Evrópu. Hið ótrú-
lega er, að við höfum hér teg-
und sósíalisma, sem afneitar og
niðurlægir lýðræðið. Samt er
það sósíalismi. Efnahagslega er
hægt að telja Rússland sósíal-
istiskt ríki, og í efnahagsmálum
er þessi rússneski sósíalismi í
fullu gildi. Það er ekki hægt að
ganga framhjá vitnisburði
framleiðsluskýrslnanna; vöxtur
Sovétríkjanna sem iðnaðarveld-
is er hafin yfir allan efa og á
vissan hátt er það — einnig í
félagslegu tilliti — kraftaverk,
sem gerzt hefur á undanförn-
um 40 árum.
En það er ekki nóg að ræða
sósalisma frá efnahagslegu
sjónarmiði eingöngu. í Rúss-
landi er sósíalismi án lýðræðis,
án óháðra dómara, án habeas
corpus (þeirrar meginreglu, að
óháður dómstóll skuli staðfesta
sérhverja handtöku innan á-
kveðins tíma — o. fl.) eða
tryggingar gegn sjálfsákæru —
tryggingar sem ein er okkur
örugg vöm gegn því að játn-
ingar séu knúðar fram með
pyndingum til þess að misnota
þær. Það er sósíalismi án frels-
isréttinda. Sósíalismi án rétt-
inda til að setja af ríkisstjórn.
Sósíalismi án jafnréttis fyrir
minnihluta. Sósíalismi án rétt-
58