Úrval - 01.06.1957, Page 64
ÚRVAL
ÁKVÖRÐUN MlN
um ranglæti annars staðar, mun
það ekki lama hjarta mitt eða
loka augum mínrnn. Það mun
opna þau enn betur.
Ég mun áfram hafa sam-
stöðu með öllum góðviljuðum
mönnum í Ameríku, kommún-
istum jafnt og öðrum, sem
berjast á móti ranglæti og
vernda sem dýrmætan — óend-
anlega dýrmætan — fjársjóð
arfleifð Jeffersons, Pranklins,
Lincolns og Douglass — svo að
nefndir séu örfáir þeirra, sem
lögðu grunninn að ágætri bygg-
ingu — hinu ameríska lýðræði.
— O —
Ýmis fróðleikur
/ stuttu máli.
Úr „The New Scientist“.
Vhmutap vegna verkfalla.
Meira en 500 millj. vinnudaga
töpuðust vegna verkfalla og
verkbanna í 28 löndum á árun-
um 1949 til 1955. Frá þessu er
greint í skýrslu, sem Alþjóða-
vinnumálastofnunin hefur gef-
ið út. Athuganir stofnunarinn-
ar, sem ná til fleiri en 75 millj.
verkamanna, sýna, að vinnutap-
ið er allmjög breytilegt frá ári
til árs, eins og sjá má af eftir-
farandi tölum:
TapaSir vinnu-
Ár dagar (í millj.)
1949 ............ 96,2
1950 ............ 94,9
1951 ............ 51,9
1952 ........... 93,5
1953 ........... 61,3
1954 ........... 49,0
1955 ........... 60,2
Hagfræðingar stofnunarinnar
vekja athygli á þrem meginat-
riðurn: 1) Tapaðir vinnudagar
vegna verkfalla eru mjög lítill
hluti af öllurn vinnudögum sam-
anlögðum. í Bandaríkjunum
voru þeir t. d. árið 1954 aðeins
0,2%. 2) Vinnutapið er sjaldan
meira en einn dagur á hvern
verkamann á ári, og í mörgum
löndum aðeins ein eða tvær
klukkustundir. 3) Það er venju-
lega smámunir í samanburði við
vinnutap af öðrum orsökum.
Síðasta atriðið kemur glöggt
í ljós af tölum frá Bretlandi,
sem sýna, að slys í iðnaðinum
valda nærri sex sinnum meira
vinnutapi en vinnudeilur. Vinnu-
tap af völdum veikinda er marg-
falt meira en þetta hvort um sig.
„Mesta athygli vekur,“ segir
62