Úrval - 01.06.1957, Síða 65
I STUTTU MÁLI
ÚRVAL
í skýrslunni, „hinar tíðu vinnu-
deilur í námuiðnaðinum. Vinnu-
tap þar er miklu meira en í
nokkurri annarri iðngrein.“ Á
öðrum iðngreinum er ekki mikill
munur í þessu tilliti.
Þó er og athyglisvert, að það
eiu alls ekki lægst laimuðu
verkamennimir, sem oftast eiga
í vinnudeilum. Er það umhugs-
unarefni fyrir þá, sem fjalla
um lausn þessara mála.
Saltvatn og harpeis-himnur.
Vísinda- og iðnmálastofnun-
in í Suður-Afríku (CSIR) hef-
ur tekið í notkun nýja, ódýra
tegund af skiptihimnum til jóna-
greiningar. Virðist með því
fundin lausn á vandamáli, sem
gullnámurnar í Orangefríríkinu
hafa lengi átt við að stríða.
I sumum námunum er daglega
dælt upp á yfirborð jarðar millj-
ónum. gallóna af ísöltu vatni,
sem inniheldur of mikið salt-
magn til að unnt sé að veita
því beint út í árnar og lækina
í nágrenninu.
Brýna nauðsyn bar til að
finna leið til þess að afselta
vatnið, og CSIR valdi „rafgrein-
ingaraðferðina". Hún er að því
leyti hentug, að söltin, sem upp.
leyst eru í vatninu, eru samsett
úr jónum, sem ýmist eru hlað-
in jákvæðu eða neikvæðu raf-
magni. Einfaldasta rafgreining-
araðferðin er framkvæmd í íláti,
sem tvær sérstakar harpeis-
himnu skipta í þrjú hólf.
Þessar himnur eru þess eðlis,
að önnur þeirra hleypir aðeins
jákvæðum jónum í gegnum sig,
en hin neikvæðum jónum. Þeg-
ar rafstraumi er svo hleypt á
tvö ytri hólfin, síast jákvæðu
jónin gegnumviðkomandi himnu
inn í neikvæða hólfið, og nei-
kvæðu jónin síast á sama hátt
inn í jákvæða hólfið. Þannig
afseltist vatnið í miðhólfinu.
CSIR hefur tekizt að búa til
skiptihimnur, sem kosta aðeins
Vib til V20 af því sem eldri gerð-
ir kostuðu. Fullkomin vinnslu-
stöð er í undirbúningi, en enn
hefur ekkert verið látið uppi
um eðliskosti nýju gerðarinnar.
Rafgreiningaraðferðin, sem
komin er frá Hollandi, hefur
nú verið tekin í notkun í ísrael.
Hún ætti að auðvelda afskekkt-
um byggðarlögum að vinna
ferskt drykkjarvatn úr því salt-
vatni, sem finnst á hverjum
stað, og gera þannig kostnaðar-
sama vatnsleiðslu óþarfa.
Kæling við uppskurði.
Á fundi sérfræðinga í London
var lýst aðferð við kælingu
mannslíkama, þegar gera þarf
uppskurð á blóðtæmdu hjarta.
Sjúklingurinn var látinn gleypa
belg, sem síðan var blásinn út
í maga hans og fylltur köldu
vatni.
Við lækkun á líkamshitanum
minnkar súrefnisþörf vefjanna,
svo að óhætt er að loka fyrir
stóru blóðæðarnar, er liggja að
hjartanu, og stöðva þannig blóð-
rásina stutta stund.
63