Úrval - 01.06.1957, Page 67
1 STUTTU MÁLX
ÚRVAL
ment Marketing Co. og er sögð
hafa svipaða eiginleika og hin.
Samsetning efnablöndunnar hef
ur ekki verið gerð heyrinkunn,
en tilraunir á Rannsóknarstofu
byggingaiðnaðarins hafa sýnt,
að fá má líkar niðurstöður með
því, að nota olíusýru (oleie
acid). Verðið er nokkru hærra
en á venjulegu sementi, a.m.k.
enn sem komið er.
Sænskur geölæknir ræðir um gelgjuskeiölð
og þau vandamál, sem þá mæta ungiing-
nnum og foreldnim þeirra.
Unglingar á gelgjuskeiði.
Grein úr „Hörde Ni“,
eftir Edgar Mannheimer, dósent.
| PJÖLSKYLDU einni var 45
ára gömul móðir, 15 ára
sonur og annar sonur á tíunda
ári. Einnig faðir, en hann kem-
ur ekki hér við sögu. Móðirin
var á hinu svonefnda frjó-
brigðatímabili, þ. e. frjósemis-
skeið ævinnar var að taka
enda, og meðan á þessu stóð
var hún eins og flestar konur
vanstillt og þreytt venju frem-
ur. Eldri sonurinn var að sínu
leyti ekki betur á sig kom-
inn. Hann var í mútum, skegg-
hýjungur var tekinn að gægj-
ast upp á milli fílapensanna í
andlitinu og hann var klauía-
legri og klossaðri en hann átti
að sér. Um þetta leyti konrt
æðioft til smáárekstra milli
móðurinnar og sonarins. Hvers-
dagsleg tilefni, sem áður höfðu
engin áhrif haft, komu nú tíð-
um báðum úr jafnvægi.
„Mamma er alltaf að jagast í
mér. Ég les lexíurnar mínar
bráðum, þegar ég er í skapi til
þess“. „Hangdu ekki svona eihs
og slytti í stólnum, það er ekki
sjón orðið að sjá þig“, o. s. frv.
o. s. frv.
Dag nokkurn þegar yngri
bróðurinn sat úti i horni í stof-
unni og las í námsbókunum sín-
um, kallaði móðirin eldri son-
inn til sín og sagði: „Við tvö
verðum að reyna að hjálpa
hvort öðru. Við erum bæði á
svokölluðu erfiðu áninum.
Kirtlarnir í þér eru farnir að
65