Úrval - 01.06.1957, Qupperneq 69
UNGLINGAR Á GELGJUSKEIÐI
Gelgjuskeiðið hjá stúlkum
hefst síðar hér á Norðurlöndum
en meðal suðrænna þjóða, alla-
jafna á aldrinum 12—14 ára.
Frá því að fyrstu einkennin
koma í ljós (hárvöxtur undir
höndum og kringum kynfærin)
og þangað til tíðir byrja er taiið
að líði um tvö ár. A þessum
tveim árum koma önnur kven-
leg sérkenni í ljós. Mjaðma-
grindin breikkar, brjóstkassinn
víkkar, stúlkan fer að anda með
brjóstkassanum í stað þindar-
innar, og á læri og lendar safn-
ast fita, sem ljær konulíkaman-
um hin sérkennilegu ávölu form.
Tíðirnar eru merki þess að egg-
losið sé byrjað. 1 eggjakerfun-
um eru, löngu fyrir kynþroska-
aldur, vísar að eggjum, svo-
nefndar eggblöðrur sem fyrir á-
hrif frá hormónum heiladinguls-
ins þroskast og bresta og kem-
ur þá eggið fullþroskað úr
þeim. Eggið berst svo að mynni
legpípunnar og sogast inn í
hana, og ef það mætir ekki
frjói og frjógvast berst það á-
fram út úr líkamanum ásamt
slímhimnu legsins, sem búið
hafði sig undir að taka við
frjóvguðu egginu. Þegar slím-
himnan losnar, slitnar æðar og
blóð og slím vætlar út. Það eru
tíðimar. Tíðir byrja misjafn-
lega snemma. Byrji þær mjög
snemma, t. d. á ellefta ári eða
enn fyr, eða óvenjuseint (t. d.
eftir 17 ára aldur) er sjálfsagt
að leita til læknis.
Hjá drengjum eru fyrstu ein-
ÚRVAL
kenni kynþroskans hárvöxtur
undir höndum og kringum kyn-
færin. Svo fer að bóla á skegg-
vexti og vöðvar þroskast og
stælast ört. Þá tekur röddin að
breytast, barkakýlið stækkar
og adamseplið kemur í ljós fyrir
ofan skyrtukragann. Kynfærin
stækka og sem endanlegt merki
þess að kynþroska sé náð kem-
ur loks sáðlátið. Gelgjuskeiðið
er seinna á ferðinni hjá drengj-
um en telpum, allajafnan á aldr-
inum 14—17 ára.
Auk þessara sérstöku ein-
kenna gelgjuskeiðsins — hinna
svonefndu afleiddu kyneinkenna
— eru svo önnur sem eni sam-
eiginleg piltum og stúlkum. Hið
helzta þeirra er ör vöxtur. 1
stað þess að áður þyngdust
börnin um 2—3 kg á ári, þyngj-
ast þau um 5—8 kg á gelgju-
skeiðinu. Sama máli gegnir um
hæðina. Telpurnar, sem áður
hækkuðu um 5 sm á ári, hækka
nú um tíu sm og drengir enn
meira. Á þessu öra vaxtarskeiði
vaxa unglingamir upp úr öllum
fötum sínum, þeir verða klaufa-
legir í hreyfingum, stærðarhlut-
föll raskast, holdafarið breytist,
piltar grennast og stúlkur eiga
til að fitna.
Og hvernig taka svo heim-
ilin og samfélagið þessum ungl-
ingum? Fá þeir þá hjálp og
þann skilning sem þeir eiga
rétt á eða yppta menn öxlum
að þessum bráðþroska piltum
og stúlkum? Já, það mun nú
vera svona upp og ofan.
67