Úrval - 01.06.1957, Page 70

Úrval - 01.06.1957, Page 70
ÚRVAL Eins og á fleiri sviðum er það heimilið sem fyrst og fremst á að láta í té fræðslu og hjálp í þessu efni. Stúlkumar þurfa að fá rétta heilsufræðilega handleiðslu. Það verður að fræða þær um eðli og orsakir tíða löngu áður en þær byrja. Þær verða að vita, að mjög er misjafnt hve tíðir byrja snemma. Þær verða einnig að vita, að vanlíðan og vanstill- ing eru stundum fylgifiskar tíða. Höfuðverkur og eymsli í brjóstum eru heldur ekki fátíð. Verkir í kviðarholinu eru svo tíðir, að tæpast er hægt að telja þá sjúklegt einkenni. Enn- fremur þurfa allar unglings- stúlkur að vita, að tíðir eru oft óreglulegar í fyrstu, mis- jafnlega langt á milli þeirra og blæðingar misjafnlega mikl- ar. Að lokum þurfa þær að vita að enda þótt tíðir komi ekki á tilsettum tíma þarf það ekki að vera óyggjandi merki um þungun. Breyttar ytri aðstæð- ur (íerðalög, flutningar), breytt mataræði og sálrænar orsakir valda því oft að tíðir hætta einhyern tíma. Það er mein- laust og óþarfi að leita til lækn- is. Sérlega mikilvægt er að gæta alls þrifnaðar meðan á tíðum stendur. Böð eru leyfileg og hæfileg hreyfing, jafnvel leik- fimi. A hinn bóginn ættu for- eldrar eða kennarar ekki að setja sig upp á móti því ef stúk- ur óska að fá frí úr kennslu- UNGLINGAR Á GELGJUSKEIÐl stund í leikfimi eða íþróttum fyrstu daga tíðanna. Jafnframt ber að sýna skilning og nær- gætni þeim drengjum eða stúlk- um, sem taka seinna út þroska en jafnaldrar þeirra. Mótþrói gegn því að taka þátt í leik- fimi eða sundi eða fara til lækn- is getur stafað af blygðunar- semi vegna seins þroska. Fullt tillit ber að taka til slíks. Til heilsuverndar á gelgju- skeiðinu ber að gefa sérstakan gaum að næringargildi og víta- míninnihaldi fæðunnar. Ame- rískir vísindamenn hafa fært sönnur á að hæfileiki líkamans til að nýta kalkið í fæðunni (sem er mikilvægt fyrir vöxt beinanna) sé minni á örasta vaxtarskeiði unglingsins. Þeir telja nauðsynlegt að unglingar fái 1 lítra af mjólk og 1000 ein- ingar af D-vítamíni (um tvær barnaskeiðar af þorskalýsi) á dag á þessum aldri. Sumum læknum mun finnast mjólkur- skammturinn í meira lagi, þar sem hætta sé á að hann dragi úr fjölbreytni fæðunnar. En hvað sem því líður er ungling- unum lífsnauðsyn að fá ríku- lega og fjölbreytta fæðu og tvær bamaskeiðar af lýsi í skamm- deginu. Svefninn má ekki vanrækja. Á þessum aldri, þegar bæði drengjum og stúlkum hættir til að ofþreyta sig, er nauðsyn- legt fyrir sál og líkama að þau fái nægan svefn. Það er oft erfitt að fá hálfvaxna unglinga 68
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.