Úrval - 01.06.1957, Blaðsíða 73
KENNSLUTILRAUN I BARNASKOLA
Grein úr „The New Scientist",
eftir Brian L. Hampson.
Skortur á vísinda- og tœknimenntuðum mönnum er mikill í Bret-
landi, eins og raunar í fleiri löndum, og er mikið rcett þar um ráð til
úrbóta, m. a. um breytta kennslutilhögun í skólum. 1 eftirfarandi grein
er sagt frá tilraun sem gerð var í bamaskóla í Manchester um breytta
tilhögun kennslu i náttúruvísindum. Tilraunin er athyglisverð, einnig
fyrir þá Islendinga, sem hafa áhuga á uppeldis- og kennslumálum.
Ialltof mörgum bamaskólum
er kennd aðeins ein grein
náttúruvísinda — sú sem við
nefnum náttúrusögu. Vegna
vaxandi nauðsynjar á því að
efla skilning barnanna á um-
hverfi sínu og aðhæfa kennslu-
fyrirkomulag nútímaaðstæðum,
hóf bamaskóli einn í Manchest-
er fyrir fimm árum tilraunir
með breytt fyrirkomulag á
kennslu í náttúruvísindum.
Kennslutilhögunin var við það
miðuð, að hún fullnægði þörfum
jafnt hinna lakast sem hinna
bezt gefnu nemenda á aldrinum
níu til þrettán ára.
Þar sem böm á þessum aldri
hafa vakandi áhuga á fyrirbær-
um í lífinu og náttúrunni um-
hverfis sig var talið ófullnægj-
andi að binda kennslu í nátt-
úruvísindum við náttúrusöguna
eina og nauðsynlegt að bæta við
fræðslu um frumatriði eðlis-
fræði, jarðfræði, stjömufræði
og ef til vill efnafræði, án þess
þó að vanrækja náttúrusöguna.
Um alla tilhögun var einnig
stuðzt við athuganir á áhuga-
málum barnanna sjálfra og
spumingum sem þau bám fram.
Nokkrar niðurstöður fengust
fljótlega af þessum tilraunum.
Einna mikilvægust var sú, að á
fyrsta ári skyldi byrja vísinda-
þjálfun bamanna á því að
flokka alla hluti og efni, sem
börnum þykir gaman að safna.
Það skyldi gert á þann hátt
að náttúrufræðitaflan, sem
bömin safna gripum sínum á,
skyldi héðan í frá heita vísinda-
tafla, og henni síðan skipt í
þrjár skákir, er hver um sig
væri merkt:
1. Lifandi.
2. Dautt.
3. Aldrei lifandi.
Á lifandi skákina vom t. d.
látin fræ, laukar, trjágreinar,
71