Úrval - 01.06.1957, Qupperneq 74
ÚRVAL
KENNSLUTILRAUN 1 BARNASKÓLA
gullfiskar og sýnishorn af lífi í
tjörnum. Á dauðu skákina ull,
tré, mór, fuglsfótur og á þriðju
skákina, „aldrei lifandi“, steinar
og ýmiskonar föst efni og fljót-
andi.
Rétt var talið, að náttúru-
skoðun væri þannig skipulögð,
að einkenni tegundar væru skoð-
uð áður en einstaklingur sömu
tegundar væri athugaður. Ein-
staklingar voru því fyrst not-
aðir til að benda á sérkenni teg-
undarinnar. Það var t. d. talið
mikilvægara að börnin lærðu, að
öll dýr með sex fætur séu skor-
dýr heldur en að rannsaka ná-
kvæmlega lífshætti einnar skor-
dýrategundar. Allan tímann
var lögð á það áherzla, að at-
huganir á hinu almenna færu
á undan athugunum á einstakl-
ingum.
Námið á hverju skólaári um
sig var þríþætt — söfnun gripa
á náttúrutöfluna, flokkun og al-
menn áhugamál nemenda. Það
er á vísindatöflunni, sem flokk-
unin byrjar, og þá um leið í
rauninni vísindalegt nám. Engu
máli skiptir, hvað það er, sem
á vísindatöfluna kemur. Hvað-
eina, sem bam safnar ætti að
láta þar, hvort heldur það er
akam, skel, múrsteinsbrot eða
látúnsapi; því að töflunni era
engin takmörk sett. Jafnvel þó
að hvorki barnið né kennarinn
geti nafngreint hlutinn, er hægt
að setja hann á rétta skák —
lifandi, dautt eða aldrei lifandi.
Þetta er hin fyrsta vísindalega
greining. Þetta er í rauninni
fyrsta skrefið á braut vísind-
anna.
I byrjun annars árs er hverri
skák um sig skipt í tvennt: lif-
andi plöntur og lifandi dýr;
dauðar plöntur og dauð dýr;
aldrei lifandi föst efni og aldrei
lifandi fljótandi efni. Á þriðja
ári er börnunum sýnt með til-
raunum, að hlutir sem aldrei
hafa verið lifandi, geta ýmist
verð í föstu, fljótandi eða loft-
kenndu ástandi; en skák fyrir
lofttegundir er að sjálfsögðu
ekki á töflunni.
Rétt flokkun frá upphafi var
talin nauðsynleg. Fyrsta árið er
börnunum bent á sjáanlegan
mun á dýram og jurtum — sem
sé þann, að lífvera, sem vex á
einum og sama stað er jurt, en
að lífvera sem getur fært sig
úr stað er dýr. Við flokkun
fyrsta árið er bömunum bent
á sýnileg sérkenni fjögurra
dýrafylkinga — skordýra, fiska,
fugla og spendýra. Flokkun
jurta þetta árið er fólgin í því
að athuga muninn á rót, stöngli
og blöðum, á sígrænum jurtum
og þeim, sem fella lauf.
Þeim flokkunum, sem læra
þarf, fjölgar að sjálfsögðu með
hverju ári. í byrjun hvers árs
era rifjaðar upp flokkanir frá
fyrra ári og síðan bætt við nýj-
um. Sem dæmi má nefna, að
fyrsta árið era undir skordýr
flokkuð öll dýr með sex fætur;
til viðbótar era börnin svo hvött
til að telja vængi og fálmara.
72