Úrval - 01.06.1957, Side 80
URVAL
innar fyrir aðgerðarleysi henn-
a.r í málinu — einmitt þá kom
Causton prófessor úr sumarleyfi
sínu í Júgóslavíu. Hann hafði
skrifað konu sinni kort áður en
hann lagði af stað að heiman,
því að ferðina bar brátt að, en
viðutan eins og prófessora er
siður hafði hann stungið kortinu
í ferðatösku sína í stað þess að
póstleggja það. „Sláturtíðindi“,
sem í sakleysi sínu höfðu komið
ólátunum af stað, komu nú aft-
ur við sögu. Svo vel vildi til, að
Rohan-Dermot var gestur hjá
prófessorsfrúnni daginn sem
hún fékk nýtt kort frá manni
sínum þar sem hann boðaði
heimkomu sína með flugvél
daginn eftir. Rohan-Dermot bað
hana að þegja um komu manns
síns; daginn eftir fór hann út
á flugvöll, dró prófessorinn
orðalaust inn í leigubíl og ók
með hann heim. Næsta morgun
komu „Sláturtíðindi“ út með
stuttri grein, þar sem spurt var
hvort kunnur vísindamaður
mætti ekki fara í viku sumar-
leyfi án þess að spyrja yfirvöld-
in — og án þess að vera stimpl-
aður sem föðurlandssvikari og
kommúnisti. Causton prófessor
væri auðvitað þar sem hann ætti
að vera, í rannsóknarstofu sinni,
og hvað hann væri að gera þar
kæmi hvorki utanríkis- né flota-
málaráðuneytinu við.
Þessi stutta grein margfald-
aði upplag „Sláturtíðinda."
En velgengnin steig Rohan-
Dermot til höfuðs. Hann var nú
SAMKEPPNI UM HtJS OG BRÚÐI
orðinn þreyttur á að gefa út
menningarblað. Nú ætlaði hann
að græða peninga.
Eins og góðra kaupsýslu-
manna er siður gerði hann í
skyndi markaðskönnun. Hvað
hafði reynzt stórblöðum lands-
ins drýgst tekjulind? Ekki
fréttir eða sögur eða greinar,
heldur stjörnuspádómar og
verðlaunasamkeppni. Aldraður
blaðakóngur hafði nýlega sagt,
að áhugi fólksins fyrir því sem
væri að gerast færi síminnkandi,
en ykist að sama skapi á því
sem gæti gerzt, og þá einkum
og sér í lagi á því sem gæti
komið fyrir það sjálft. Ástir
og trúmál eru fyrir löngu orðin
verðlaus á markaðinum — það
er vonin ein sem fólkið vill
kaupa. Þessvegna eru blöðin fulí
af leiðbeiningum um hesta-,
hunda- og dúfnaveðhlaup og
sífellt eru í gangi getraunir með
peninga, hús, bíla og flugferðir
í verðlaun.
Það er sífellt verið að veifa
óskagripum framan í blaðales-
endur nútímans. Það geta allir
fengið þá — að minnsta kosti
fræðilega séð. En hvað er það,
sem enginn fær?
Tálfuglinn sjálfan!
Stúlkuna í þröngu peysunni
eða Bikinibaðfötunum, sem
reykir Capstansígarettur eða
heldur á sápupakka í grannri
hendinni. Stúlkuna sem brosir
gjöful til allra, en sem ekki er
föl í neinni verðlaunasamkeppni.
Það er hægt að vinna hús og
78