Úrval - 01.06.1957, Qupperneq 86
ÚRVAL
„MEÐ ÞRAUTSEIGJU SIGRUM VIÐ"
Hinn 8. janúar sáust 500 hafís-
jakar frá skipinu, og skýjaður
himinn yfir sjóndeildarhringn-
um í suð-suð-austri boðaði auð-
an sjó. HUnn 10. janúar sáu skip-
verjar snæviþakið land á 72°34'
s. hr. og 16°40' v.l., og töldu
þeir það vera eyju eða nes. Það
gerði ofsastorm, en þegar veðr-
ið lægði, tók. sjóinn þegar að
leggja.
Hinn 15. janúar sigldi „En-
durance" fyrir jökulodda, sem
gekk út í hafið, en í skjóli hans
virtist vera bezta skipalægi, a.
m. k. í öllum öðrum áttum en
norðanátt. Dýpið var mælt og
reyndist vera 200 metrar. Þarna
virtist vera ákjósanlegasta upp-
skipunarhöfn, en Shackleton
vildi freista þess að sigla skip-
inu til Vashelflóans, því að það-
an var sleðaferðin mun styttri.
Það gerði hvassviðri af norð-
austri og skipið varð að leita
lægis í skjóli við stóran borgar-
ísjaka, sem stóð á grunni. Veð-
urofsinn hélzt í marga daga og
feiknin öll af rekís barst norð-
ur á bóginn. I landi sást hvergi
á dökkan díl. I dögun 22. janú-
ar lægði storminn, en þá var
skipið orðið fast í ísnum. Hafið
var allt þakið samanþjöppuðu
íshröngli og sást hvergi vök. 1
suðri og austri .grillti í land.
Skipið barst með rekísnum til
suðvesturs og hinn 7. febrúar
var staða þess 76° s. br. Það
var nú tekið að líða á heim-
skautssumarið, en raunar hafði
hitinn aldrei komizt upp fyrir
frostmark, og íshrönglið fraus
saman. Hillingar voru miklar og
kjmjasýnir bar fyrir augu; ís-
jakar stóðu á höfði, skýjabólstr-
ar virtust vera land, og landið
leit út eins og silfur- eða gull-
ský, og jöklar heimskautslands-
ins risu hátt yfir sjóndeildar-
hringinn, enda þótt þeir væru
fyrir löngu horfnir úr augsýn.
En sárast af öllu var þó það,
að sjá auðan sjó í fjarska, ís-
laust haf, sem reyndist sjónvilla
og blekking.
I lok febrúar skrifar Schackle-
ton: „Mér er nú orðið ljóst, að
„Endurance“ situr fast í ísnum
í vetur. Vindar af austri, suðri
eða suðaustri geta ekki brotið
ísinn, sem er alltaf að frjósa
saman. Selirnir eru að hverfa og
fuglarnir jrfirgefa okkur. Við
verðum að bíða vorsins og vona
að þá rætist úr fyrir okkur.
Kuldinn í sumar hefur verið
dæmalaus. Ég hef mestar á-
hyggjur af ísrekinu. Hvert berst
skipið með stormum og straum-
um í vetur? Okkur rekur í vest-
urátt, en hve langt ? Skyldi okk-
ur takast að brjótast út úr ísn-
um í vor og ná landi í Vashel-
flóa eða á einhverjum öðrum
stað?“
Það var slökkt undir gufu-
kötlunum og skipinu brejrtt í
vetursetustöð. TJr þessu var ekki
lengur um sjómennsku að ræða;
menn unnu á daginn og sváfu
á nóttunni, enginn stóð vörð
nema einn maður, sem átti að
gæta hundanna og fylgjast með
84