Úrval - 01.06.1957, Page 90
tíRVAL.
„MEÐ ÞRAUTSEIGJU SIGRUM VIÐ"
sveinninn matbjó síðustu mál-
tíðina í eldhúsinu og leiðangurs-
menn snæddu í síðasta skipti
í borðsalnum. Allir voru hljóð-
ir, ekkert lieyrðist nema tifið í
Endurance brotið í ísnum.
skipsklukkunni. Skipið var
dauðadæmt. Daginn eftir, 27.
olctóber, rann upp hinzta stund
þess. „Endurance“ molaðist milli
ísjakanna, siglutrén brotnuðu,
stefnið rifnaði frá, þilfarið
gliðnaði í sundur og kolblár
sjórinn féll inn. Shackleton yfir-
gaf skip sitf síðastur manna,
eins og vera foar. Áður en hann
stökk niður á ísinn, leit hann
ofan í vélarrúmið og sá hvernig
járnsúlur og bitar brotnuðu og
aflvélin steyptist um koll.
Shackleton var gæddur mikl-
um foringjahæfileikum og lét
hvorki bugast af erfiðleikum né
mótlæti. En nú beið hans ákaf-
lega erfitt verkefni. Það var
svo sem nógu sárt að verða
að hætta við rannsóknarleiðang-
urinn og gefa upp alla von um
sigursæla heimskautsför. Allir
leiðangursmennimir, 27 talsins,
voru nú staddir á hafísjaka, sem
gat molazt þá og þegar, og þá
rak með ísnum, án þess að þeir
gætu við neitt ráðið. Fjarlægðin
til næsta lands var 360 sjómíl-
ur, og það var Pauleteyjan, þar
sem Nordenskjöld hafði reist
vetursetukofa og birgðastöð
árið 1902. Til næsta byggða bóls
var f jarlægðin um 1000 sjómíl-
ur. Þeir gátu ekki vænzt neinn-
ar utanaðkomandi hjálpar, eng-
inn myndi fá vitneskju um ör-
lög þeirra, ef þeim tækist ekki
að bjarga sér af eigin ramleik.
Þeir voru nú búnir að vera fang-
ar hafíssins í 281 dag. Sam-
kvæmt útreikningi þeirra, hafði
þá rekið 1186 sjómílur, en I
beina línu var vegalengdin 570
sjómílur.
Nóttin færðist yfir mennina,
sem höfuðst við í bráðabirgða-
búðum á ísjakanum. Shackleton
skrifar: „Ég gat ekki sofið.
Skiptapinn og flóttinn út á ís-
inn hafði ekki komið mér á
óvart. Við höfðum búizt við
83