Úrval - 01.06.1957, Page 95
„MEÐ ÞRAUTSEIGJU SIGRUM VIÐ"
ÚRVAL
ísian kynni að bresta undan
tjöldunum og steypa okkur í
sjóinn. Við sáturn uppi í svefn-
pokunum og biðum örvænting-
arfullir dögunarinnar. Tekin
andlit og sljó augu báru vott
um þreytu og þjáningar. . . .
Á þessum miklu reynslutímum
kom Shackleton fram sem sann-
ur foringi. Hann hugsaði aldrei
um sjálfan sig og fylgdist vel
með öllu, enda þótt hann hefði
miklar áhyggjur, gaf hann sér
tíma til að taka þátt í dag-
legu amstri okkar. . . . Við átt-
um líf okkar að þakka stöðugri
árvekni hans og umhyggju. Eg
gleymi aldrei þessum köldu, ó-
hugnanlegu nóttum í tjaldinu
og bollaleggingum okkar um
framtíðina, meðan brakaði og
brast í ísjakanum allt í kring-
um okkur.“
Menn fóru að verða varir við
undirölduna frá úthafinu og ís-
breiðan hófst og hneig; ísinn
gliðnaði í sundur og skall síðan
saman með ógurlegum gný.
Menn bjuggu sig undir að geta
farið í bátana fyrirvaralaust.
Sunnudaginn 9. arpíl 1916 varð
síðasti dagur leiðangursmanna
á ísjakanum, sem hafði borið
þá í næstum sex mánuði. Auður
sjór sást í vesturátt. Mönnum
var skipt í bátana þrjá. Shackle-
ton og tólf menn aðrir, fóru
í stærsta bátinn, „James Caird“.
Worsley, ásamt níu mönnum,
fór í „Dudley Docker“ og Crean
sigldi með fjóra menn i „Stan-
comb Wills“. Bátarnir báru nöfn
manna, sem höfðu lagt fram fé
til leiðangursins. Um hádegið
fór ísinn að gliðna og rennur
með auðum sjó mynduðust í ís-
breiðuna. Þó var sjórinn fullur
af jökum, sem skullu saman af
miklu afli og munaði mjóu að
bátarnir færust í þeim hamför-
um. Gráðug illhveli svömluðu
umhverfis bátana og sælöðrið,
sem reið yfir, breyttist í klaka-
brynju. Ekki var talið ráðlegt
að halda áfram, þegar dimma
tók. Bátarnir voru drengnir upp
á hentugan ísjaka og tjöldin
reist. Siglingin gegnum ísjaðar-
inn tók þrjá daga. 13. apríl voru
bátarnir loks komnir á auðan
sjó, en þá voru flestir leiðang-
ursmanna komnir að niðurlot-
um af hungri, kulda og erfiði.
Það varð að vinda bráðan bug
að því að ná landi, straumur-
inn hafði borið þá til austurs,
en þó var enn mögulegt að ná
landi á Seleyju. En ef það átti
að takast, varð að sigla drekk-
hlöðnum, opnum björgunarbát-
unum yfir opið haf. Fjarlægðin
var 100 sjómílur og byr var
hagstæður. Ákveðið var að bát-
arnir skyldu reyna að hafa sam-
flot, en til öryggis var birgðum
og útbúnaði skipt jafnt á áhafn-
irnar.
Aðfaranótt 15. april háðu 28
menn harða baráttu við misk-
unnarlaus náttúruöflin. Sjó-
gangur var mikill, hvassviðri og
snjókoma. Eftir því sem veðrið
herti, fór kuldinn vaxandi. Þeg-
ar bátarnir voru komnir í ná-
93