Úrval - 01.06.1957, Blaðsíða 96

Úrval - 01.06.1957, Blaðsíða 96
ÚRVAL „MEE ÞRAUTSEIGJU SIGRUM VIГ numda við land, lentu þeir í röstum og brotsjóum. Baráttan virtist vonlaus. Það var ausið og dælt upp á líf og dauða. Þorstinn bættist nú við aðrar þjáningar; ísinn, sem bræddur var í drykkjarvatn, var þrotinn. En þrátt fyrir allt voru menn í góðu skapi. Worsley skipstjóri segir frá atviki, sem sannar það: „Þegar veðrið var sem verst um nóttina, kom Cheetham til mín og vildi kaupa eldspýtur fyrir kampavínsflösku; hann bauð flösku fyrir eldspýtuna. Ég átti að fá kampavínið, þegar hann væri búinn að opna krána, sem hann ætlaði að koma sér upp I Hull.“ Hurley hefur lýst ástandinu í hinum bátunum: ,,Wild sleppti ekki stýrinu í 48 klukkustundir og var þá orðinn svo kaldur og stirður, að hann gat varla hreyft handleggina. Bátsmaður- inn kom í hans stað, en hann örmagnaðist fljótlega og missti stjórn á bátnum, svo að hann fyllti og var nærri sokkinn. Wild settist aftur við stýrið. Við börðumst við veðurofsann í kulda og myrkri; hjuggum klaka og jusum í sífellu. Hver alda var ný þrekraun. Öldudal- irnir voru kolsvart hyldýpi, sem bjóst til að gleypa okkur. Nótt- in ætlaði aldrei að taka enda — við efuðumst um, að nokkur hefði lifað svo langa nótt.“ I birtingu 15. apríl 1916 náðu allir bátarnir landi í Seley. Landtakan var erfið, en þó tókst að draga bátana upp í grýtta fjöruna og bjarga öllum far- angrinum undan sjó. Margir af mönnunum voru að því komnir að örmagnast. Shackleton hefur lýst við- brögðum félaga sinna, er þeir voru komnir í land: „Nokkrir reikuðu um f jöruna, eins og þeir væru dauðadruklmir. Þeir hlógu tryllingslega, tíndu upp steinvöl- ur og létu sand renna milli greipa sér, líkt og nirflar skemmta sér við f jársjóði sína. Sprungnar varir tóku að blæða á ný af hlátrinum og hrópun- um. Þegar tveir selir sáust í f jörunni, fögnuðu mennirnir svo ákaflega, að það minnti mig á jólagleðina í bernsku minni — þegar dyrnar voru loks opnaðar og jólatréð blasti við í allri sinni dýrð.“ Loks höfðu þeir fast land undir fótunum! Sextán mánuðir voru liðnir síðan þeir létu úr höfn í Suður-Georgíu. Áður en mennirnir lögðust til svefns, færði matsveinninn þeim heitan dryklc og steikt selkjöt. En Shackleton fór ekki að sofa fyrr en hann hafði farið í stutt- an rannsóknarleiðangur um ná- grennið ásamt þrem handgengn. ustu mönnum sínum. Varkárni hans var alltaf söm við sig. Það var ekki að ástæðulausu, að leið- angursmenn kölluðu hann „Varkára Jack“. Honum leizt ekki vel á lendingarstaðinn; hann var engan veginn öruggur. Þess sáust merki, að sjórinn flæddi stundum alveg upp að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.