Úrval - 01.06.1957, Qupperneq 96
ÚRVAL
„MEE ÞRAUTSEIGJU SIGRUM VIГ
numda við land, lentu þeir í
röstum og brotsjóum. Baráttan
virtist vonlaus. Það var ausið
og dælt upp á líf og dauða.
Þorstinn bættist nú við aðrar
þjáningar; ísinn, sem bræddur
var í drykkjarvatn, var þrotinn.
En þrátt fyrir allt voru menn
í góðu skapi. Worsley skipstjóri
segir frá atviki, sem sannar það:
„Þegar veðrið var sem verst um
nóttina, kom Cheetham til mín
og vildi kaupa eldspýtur fyrir
kampavínsflösku; hann bauð
flösku fyrir eldspýtuna. Ég átti
að fá kampavínið, þegar hann
væri búinn að opna krána, sem
hann ætlaði að koma sér upp
I Hull.“
Hurley hefur lýst ástandinu
í hinum bátunum: ,,Wild sleppti
ekki stýrinu í 48 klukkustundir
og var þá orðinn svo kaldur
og stirður, að hann gat varla
hreyft handleggina. Bátsmaður-
inn kom í hans stað, en hann
örmagnaðist fljótlega og missti
stjórn á bátnum, svo að hann
fyllti og var nærri sokkinn.
Wild settist aftur við stýrið.
Við börðumst við veðurofsann
í kulda og myrkri; hjuggum
klaka og jusum í sífellu. Hver
alda var ný þrekraun. Öldudal-
irnir voru kolsvart hyldýpi, sem
bjóst til að gleypa okkur. Nótt-
in ætlaði aldrei að taka enda
— við efuðumst um, að nokkur
hefði lifað svo langa nótt.“
I birtingu 15. apríl 1916 náðu
allir bátarnir landi í Seley.
Landtakan var erfið, en þó tókst
að draga bátana upp í grýtta
fjöruna og bjarga öllum far-
angrinum undan sjó. Margir af
mönnunum voru að því komnir
að örmagnast.
Shackleton hefur lýst við-
brögðum félaga sinna, er þeir
voru komnir í land: „Nokkrir
reikuðu um f jöruna, eins og þeir
væru dauðadruklmir. Þeir hlógu
tryllingslega, tíndu upp steinvöl-
ur og létu sand renna milli
greipa sér, líkt og nirflar
skemmta sér við f jársjóði sína.
Sprungnar varir tóku að blæða
á ný af hlátrinum og hrópun-
um. Þegar tveir selir sáust í
f jörunni, fögnuðu mennirnir svo
ákaflega, að það minnti mig á
jólagleðina í bernsku minni —
þegar dyrnar voru loks opnaðar
og jólatréð blasti við í allri sinni
dýrð.“ Loks höfðu þeir fast land
undir fótunum! Sextán mánuðir
voru liðnir síðan þeir létu úr
höfn í Suður-Georgíu.
Áður en mennirnir lögðust til
svefns, færði matsveinninn þeim
heitan dryklc og steikt selkjöt.
En Shackleton fór ekki að sofa
fyrr en hann hafði farið í stutt-
an rannsóknarleiðangur um ná-
grennið ásamt þrem handgengn.
ustu mönnum sínum. Varkárni
hans var alltaf söm við sig. Það
var ekki að ástæðulausu, að leið-
angursmenn kölluðu hann
„Varkára Jack“. Honum leizt
ekki vel á lendingarstaðinn;
hann var engan veginn öruggur.
Þess sáust merki, að sjórinn
flæddi stundum alveg upp að