Úrval - 01.06.1957, Blaðsíða 97
,MEÐ ÞRAUTSEIGJU SIGRUM VIÐ'
ÚEVAL
hömrunum. Daginn eftir var
Frank Wild sendur á einum
báfnum til þess að leita að betri
lendingarstað. Hann fann hent-
ugri stað um sjö mílur í burtu,
og þar var líka mörgæsabyggð
skammt frá og gat það bætt
úr matarskortinum. Annars var
eyjan ákaflega hrjóstrug, fjöll-
ótt og hulin jöklum, og engan
annan gróður var þar að finna
en mosa og skófir.
Shackleton lagði mikla á-
herzlu á að finna stað, þar sem
hægt væri að hafa vetursetu.
Þeir voru ekki ánægðir með
staðinn, sem þeir höfðu valið,
en þar sem ekki var um annan
betri að ræða, tóku þeir að búa
sig af kappi undir vetursetuna.
Hópur manna var sendur á veið-
ar og var önnum kafinn við
að rota seli og rostunga; annar
flokkur byggði eldhús úr grjóti
og ísjökum; bát var hvolft og
foreytt í kofa; tjöld voru reist
og reirð vandlega niður. Veðrið
var hráslagalegt, stormur og
snjókoma, allir voru holdvotir,
en þó líknaði svefninn þeim á
hverju kvöldi, og þeir sváðu
vært.
Shackleton fór nú að verða
þess var, að hin langvarandi
andlega og líkamlega áreynsla
hafði gert suma mennina þrjózka
og óstýriláta. Þeir tóku að letj-
ast við vinnu, og það var auð-
séð, að þeir hugsuðu meira um
óþægindin, sem þeir áttu við að
foióa, heldur en samvinnuna, sem
hafði bjargað þeim úr bráðum
lífsháska og gert þeim kleift
að ná landi á eynni. Þeir heimt-
uðu þurr föt og sögðust ekki
hafa neina krafta til að vinna.
Ekki er vitað hvernig Shackle-
ton leysti þetta vandamál, en
hann skrifar: „Það var ekki
hægt að fá þá til að vinna, nema
með því að beita hörðu.“
Eitt var Shackleton ljóst —
örlög þeirra yrðu óráðin gáta,
ef þeir héldu kyrru fyrir á Sel-
eynni. Þeir höfðu ekki vistir
nema til þriggja mánaða, og
brátt myndu selir og mörgæsir
hverfa á brott, því að veturinn
var í nánd. Þeir urðu að freista
þess að sigla einum bátnum yf-
ir hættulegasta haf veraldarinn-
ar. Þessi ákvörðun Shackletons
mun varpa ljóma á nafn hans um
alla framtíð. í bók sinni ,,South“,
sem er episkt meistaraverk,
skrifar hann: „Það var óhjá-
kvæmilegt að fara á einum bátn-
um til þess að leita hjálpar —
og því varð ekki frestað. Að-
stæðurnar neyddu mig til að
taka þessa ákvörðun. Stytzt var
til Port Stanley á Falklandseyj-
um, eða 540 sjómílur, en hins-
vegar var ekki líklegt að okkur
tækist að sigla lemstruðum
björgunarbát á móti norðvestan-
vindinum, sem er ríkjandi vind-
átt á þessum slóðum. Til Suður-
Georgíu voru 800 sjómílur, og
eyjaklasinn liggur á svæði, þar
sem vindáttin er oftast vestlæg.
Ef allt færi vel, átti hjálpar-
leiðangurinn að vera kominn til
eyjarinnar eftir mánuð — en sú
95