Úrval - 01.06.1957, Qupperneq 98
ÚRVAL
MEÐ ÞRAUTSEIGJU SIGRUM VIГ
áætlun miðaðist við það, að sigl-
ingaleiðin væri íslaus og bátur-
inn þyldi úthafsöldurnar. Ég
átti ekki urn neitt annað að
velja — við urðum að sigla til
Suður-Georgíu, og ég fór þegar
að vinna að undirbúningi farar-
innar. Sigling um Suðuríshafið
er alltaf áhættusöm, það vissum
við allir, en þó að svo illa tæk-
ist til að báturinn færist, þá
bjóst ég ekki við að það mundi
auka á erfiðleika mannanna á
Seleynni. Það yrðu færri munn-
ar að seðja um veturinn. Þeir
sex menn, sem færu á bátnum,
þyrftu mánaðar vistir, því að
ef við hefðum ekki náð tak-
marki okkar innan þess tíma,
værum við dauðadæmdir."
Suðurskautslandið er umflot-
ið mesta hafi jarðarinnar, sam-
runa Atlantshafs, Kyrrahafs og
Indlandshafs. Yfir þennan víð-
áttumikla hafsjó, ríki albatrossa
og máva, ætluðu sex menn að
sigla á björgunarbáti, sem var
6,70 m á lengd og 2,10 m á
breidd. Shackleton valdi úrvals-
rnenn til fararinnar: Worsley,
hinn snjalla skipstjóra, Crean,
reyndan heimskautsfara úr síð-
asta leiðangri Scotts, bátsmann-
inn McCarthy, hásetana Vincent
og McNeish, og loks mann, sem
hafði verið háseti á togara. Það
var smíðað þilfar í bátinn úr
f jalabútum, og síðan þakið með
segldúk. Einskonar lestarop var
miðskips, og var þar rúm fyrir
þrjá menn. Þegar búið var að
strengja segldúkinn yfir þilfar-
ið, virtist báturinn vera hinn
traustasti farkostur, en Shack-
? leton skrifar: „Þetta. minnti mig
3 óhugnanlega mikið á Ieiktjald,
I sem á að tákna granítvegg, en
r er í raun og veru gert úr pappír
- og tuskum.“
5 Heimskautsveturinn var á
i næstu grösum og hafið gat í
einu vetfangi fyllzt af rekís.
I Það var unnið af kappi. Hinn
i 24. apríl 1916, átta dögum eftir
í landtökuna, var „James Caird“
ýtt aftur frá landi, en minni bát-
r urinn, „Stancomb Wills“, var
, notaður til að ferja farangurinn
5 yfir grynningarnar. Pokar voru
saumaðir úr gömlum ábreiðum
., og fylltir af sandi. Kjölfestan,
sandur og grjót, var um 750 kg,
en auk þess voru flutt út í bát-
inn 125 kg af ís, til þess að
% drýgja neyzluvatnið, sem var í
þrem 50 lítra brúsum. Annar
i farangur var skipskex, þurr-
5 mjólk, súputeningar, eldspýtur,
r 2 prímusar, neyðarljós, 25 lítrar
í steinolía og sex svefnpokar úr
hreindýraskinni. Allir urðu hold-
', votir, meðan verið var að koma
l, bátnum á flot, og þótti það ekki
góður fyrirboði. Um hádegisbil-
ið var öllum undirbúningi lokið
t og „James Caird“ „sjóklár“.
i Hægur vestanvindur var á og
3 bátsskelin sigldi til hafs með
r stórseglið við hún, færðist nær
3 sjóndeildarhringnum, stefndi út
r í nóttina, í áttina til hins fjar-
r læga takmarks. Þannig hófst
3 djarfasta sigling, sem um g.et-
- ,ur.
96