Úrval - 01.06.1957, Page 99
„MEÐ ÞRAUTSEIGJU 'SIGRUM VIГ
ÚRVAL
James Caird leggur upp í ’nina löngu sjóferð.
Prásögnin af -lífi bátsverja
næstu vikur, er saga einstæðrar
þrekraunar og miskunnarlausr-
ar baráttu við fjallliáar úthafs-
öldur. Suðuríshafið var ekki ill-
ræmt að ástæðulausu. f sextán
sólarhringa samfleytt háðu
mennirni-r baráttu við storma
og stórsjói, sem tóku öliu fram,
er þeir höfðu áður kynnzt. Báts-
skeljn var í stöðugri hættu
vegna- brotsjóa og ísingar. Það
var engin - leið að sofa. Menn
lögðu sig á grjótið, sandinn og
ísinn undir þilfarinu og reyndu
að blunda, en i .stað þess að
sofna, fengu menn martröð eða
féllu i óráðsmók. Kuldinn var
nístandi, og allir voru rennvotir
af sjó, sem lak gegnum gisið
þilfarið. Svefnpokarnir voru líka
votir og hárið á hreindýraskinn-
unum fór að losna, .en það
gramdist mönnunum -mest af
öllu, og var raunar það eina,
sem -gat gert þá reiða. Shackle-
ton vakti jrfir áhöfninni og lagði
ávallt á sig mesta erfiðið, hon-
urn tókst • að, vera bæði félagi
og foringi, harður og blíður eft-
ir því sem við átti. Hann hvarfl-
aði ■ ekki frá því, að mennirnir
fengju heitan mat á ákveðn-
um tímum, og þrátt fyrir alla
erfiðleika tókst að fylgja þeirri
reglu. Allir hlökkuðu til mat-
rnálstímans,: bolli af heitu kjöt-
soði -breytti bátverjum í bjart-
sýnismenn um stund. Hver vakt
var þrjár stundir og þrír menn
voru jafnan á-.vakt samtímis —
einn stýrðij annar gætti segla
og hinn þriðji -.annaðist austur-
inn. .-;
97