Úrval - 01.06.1957, Page 104
t>RVA.L
,MEÐ ÞRAUTSEIGJU SIGRUM VIÐ"
leg'sigliiig' fyrir sægarpa. Þeir
fefuðu sig varlega yfir viðsjál-
ar jökulapangir og snjóhengjur.
Um morguninn létti þokunni.
Þeir voru staddir í 1500 metra
hæð og við þeim blasti ísilagt
vafn, að því er þeim virtist, en
ekki sá til lands hinum megin
fyrir mistri. Þeir flýttu sér nið-
uf hlíðina og héldu út á vatnið.
En vonbrigði þeirra urðu sár,
þegar þeim varð ljóst, að þetta
vaf ekki stöðuvatn, heldur ísi-
iagður fjörður. Þeir sneru við
og héidu daprir til sama lands.
Þeim hafði miðað lítið áfram og
það var tekið að halla degi.
Þeir fóru að klífa upp fannirn-
a<r á nýjan leik, takmarkið var
skarð eitt milli tveggja fjalls-
timda; en þegar þeir komust loks
upp að skarðinu, virtist það
girt ókleifum hamrabeltum.
Gamgan varð þeim æ erfiðari
og það var komið undir kvöld.
Dauðinn hafði ávallt verið á
næsta leiti við þá síðustu tvö
árin, ea þó aldrei nálægari en
nú. Þokan skall aftur á, þegar
þeir voru í 1200 metra hæð.
Worstey segist svo frá: „Þokan
skall á, án þess að við yrðum
heanar varir; allt í einu sáum
við ekki hvern annan. Shackle-
ton sagði: „Mér lízt ekki á
þetta. Við verðum að flýta okk-
uf niður í dalinn. Við frjósum
í hsl hérna uppi, það er bráðum
kornið mýrkur.“ Við höfðum
verið að fikra okkur niður eft-
if hlíðinni, en nú tók við svo
snarbrött brekka, að hún var
r næstum lóðrétt. Við gátum ekki
snúið við vegna þokunnar og
það dimmdi óðum af nóttu. Eft-
. ir nokkra stund sagði Shackle-
i ton: „Þorið þið að hætta á
t það ?“ Við Crean sögðumst vera
i reiðubúnir í hvað sem væri. ,,Á-
1 gætt!“ sagði Shackleton. „Þá
- reynum við!“ Við fórum að
höggva spor í fönnina, en eftir
, skamma stund varð okkur ljóst,
i að við komumst ekkert áfram
- með þeim hætti. Við yrðum alla
nóttina að komast niður brekk-
una og eyddum jafnframt síð-
ustu kröftum okkar. „Mér dett-
ur ráð í hug,“ sagði Shackle-
ton, „en það er fjári mikið á-
hætta — við skulum renna okk-
- ur á sleða!“
Renna sér á sleða niður f jalls-
hlíð í myrkri! Enginn vissi hvað
við myndi taka. „Allt í lagi,“
sagði ég, að vísu ekki mjög
kampakátur, og Crean lýsti einn-
ig yfir samþykki sínu. Það var
lítil von til þess, að við kæm-
umst lífs af, en við ákváðum
sjálfir að reyna þennan mögu-
leika. Við brugðum kaðlinum
upp í einskonar mottu, sem við
gætum setið á niður brekkuna.
Hreyfingar okkar voru flaust-
urslegar og báru vott um nokk-
urn taugaóstyrk. Shackleton sat
fremstur og ég næst fyrir aft-
an hann; ég krækti f ótunum ut-
an um hann og vafði handlegg-
ina um hálsinn á honum. Crean
sat fyrir aftan mig og hélt sér
í mig á sama hátt. Shackleton
ýtti okkur af stað. Það var eins