Úrval - 01.06.1957, Side 107
„MEÐ ÞRAUTSEIGJU SIGRUM VIГ
ÚRVAL
sagt við Sorlle: „Það eru héma
þrír skrítnir náungar, sem segj-
ast þekkja yður. Eg íét þá bíða
fyrir utan.“
Sorlle kom út í dyrnar.
„Hvers óskið þið?“
„Þekkið þér mig ekki?“
„Ég kannast við röddina",
sagði hann hugsandi. „Þér eruð
stýrimaðurinn á „Daisy“.
„Ég heiti Shackleton.“
Hann rétti fram báðar hend-
umar.
„Komið inn, komið inn.“
„Segið mér, hvenær lauk
stríðinu?" spurði ég.
„Stríðinu er ekki lokið. Millj-
ónir manna hafa fallið. Evrópa
er brjáluð. Allur heimurinn er
brjálaður," sagði Sorlle.
Við líktumst mönnum, sem
höfðu risið upp frá dauðum til
lífs, sem hafði tekið stakka-
skiptum. Okkur gekk erfiðlega
að gera okkur grein fyrir heimi
sem allur var grár fyrir járnum.
Ólýsanlegur kjarkur og óskilj-
anleg morðfýsn, heimsátök, sem
mennimir höfðu misst alla
stjóm á.“
Hjálpsemi Sorlles átti sér
engin takmörk. Allt stóð þeim
til reiðu. Á meðan Shackleton
og félagar hans tveir vom að
afklæðast villimennskunni og í-
klæðast menningunni var gefin
skipun um að gera hvalveiðibát
kláran til að sigla til Hákonar-
fjarðar. Shackleton tók þegar
til við að skipuleggja björgunar-
leiðangurinn til Seleyjar. Að-
faranótt sunnudags hinn 22. maí
lagði hvalveiðibáturinn Samson
af stað í stórviðri. Worsley var
með, en norski skipstjórinn sá
svo um að hann færi þegar í
rúmið. Worsley hefur lýst ferð-
inni þannig: „Eftir 15 tíma
ferð komum við til Hákonar-
fjarðar. Eg reri í land ásamt
nokkrum Norðmönnum til að
sækja félaga mína. Ég hitti
McCarthy, hann sagði, að þeir
hefðu vænzt þess að einhver fé-
laga þeirra kæmi að sækja þá!
Ég svaraði: Nú, er ég ekki kom.
inn hingað? Þeir störðu orð-
lausir á mig. Við höfðum verið
saman dag hvern í tvö ár, en
eftir að ég hafði klippt mig,
rakað, baðað og skipt um föt
þekktu þeir mig ekki.“
Tilraunir Shackletons til að
koma mönnum sínum á Seley
til bjargar áttu eftir að mæta
mörgum erfiðleikum, og það
þurfti óbilandi vilja og þraut-
seigju til þess að gefast ekki
upp. Þrisvar sigldi hann inn í
Weddellhafið, en í öll skiptin lá
hafísinn eins og virkisveggur
undan landi. 1 fyrsta skipti
sigldi hann frá Suður-Georgíu, í
annað skipti frá Falklandseyj-
um og í þriðja skiptið frá Punta
Arenas á Eldlandi, en varð allt-
af frá að hverfa. 1 fjórða skipt-
ið var ekki annað skip tiltækt
en stór dráttarbátur, „Yelcho“,
sem stjóm Chile lánaði. Hann
var gagnslaus í ís, og Shackle-
ton varð að lofa því að snúa
aftur undir eins ef hann mætti
ís. Þetta var vonlítill leiðang-
105