Úrval - 01.06.1957, Síða 109
„MEÐ ÞRAUTSEIGJU SIGRUM VIГ
ÚRVAL
ur. Shackleton hefur lýst honum
þannig: „Hinn 25. ágúst lögð-
um við upp í fjórða leiðangur-
inn. I þetta skipti var forsjón-
in okkur hliðholl. Gufubáturinn
fékk fljóta ferð í sæmileguveðri.
Þegar við nálguðumst Seley, sá
ég að hafið var íslaust. Sunnan
stormur hafði hrakið ísinn til
norðurs. Við komum að eynni
í svartaþoku, ég gat ekki beðið
eftir að henni létti. Hinn 30.
ágúst fórum við framhjá all-
mörgum strönduðum borgarís-
jökum og heyrðum sjóinn
brotna á óþekktum grynning-
um. Ég vissi að við lágum úti
fyrir eynni, það var kvíðvænleg
stund; hafið gat á skammri
stundu fyllzt af ís. Allt í einu
létti þokunni og við sáum skrið-
jöklana og jökulbunguna á Sel-
ey. Ég stýrði í austur og frán
augu Worsleys greindu bæki-
stöðina, sem var að nokkru leyti
hulin ís og snjó. Það var tekið
eftir okkur, og nokkrir menn
komu hlaupandi niður á strönd-
ina. Áður en hálftími var liðinn
var ég kominn að landi ásamt
Crean og nokkrum sjómönnum
frá Chile. Ég sá mann á eyði-
legri ströndinni og þekkti að
það var Wild, birgðastjórinn.
Þegar ég kom nær, kallaði ég:
„Líður öllum vel?“ „Við erum
allir lifandi, húsbóndi,“ var svar.
að. Þegar björgunarbáturinn
átti eftir aðeins steinsnar í land,
kastaði ég sígarettupakka upp
í f jöruna; mennirnir fleygðu sér
yfir hann eins og soltnir úlfar.
Ég vissi að mánuðum saman
hafði tóbakið verið stöðugt
umræðu- og umhugsunarefni
þeirra. Nokkrir mannanna voru
illa haldnir, og þurft hafði
að taka tærnar af einum, en
Wild hafði haldið lífi í von-
inni í hjörtum þeirra allra. Á
hverjum morgni þegar veður
var gott, byrjaði hann daginn
með því að kalla: „Réttið úr
ykkur, piltar, því að í dag kem-
ur húsbóndinn."
Þunglyndispúkinn náði hvergi
fótfestu þegar Wild var ein-
hvers staðar nærri. Hann sýndi
frábæra forustuhæfileika og
gerði meira en uppfylla þær von-
ir, sem ég hafði tengt við hann.
Það var enginn tími til að
skiptast á fréttum eða ámaðar-
óskum. Ég gaf mér ekki einu
sinni tíma til að hlaupa upp í
bækistöðina, sem Wild fullyrti
að hefði verið mikið endurbætt.
Það var byrjað að brima, og
ef hann breytti um átt, mundi
ísinn koma aftur. Eftir klukku-
tíma stanz hélt „Yelcho“ í norð-
urátt á fullri ferð. Sjórinn var
enn íslaus og aðeins opið, úfið
hafið skildi okkur nú frá strönd
Suðurameríku."
Á leiðinni þurftu mennimir
margt að tala saman. Shackle-
ton lýsti bátsförinni fyrir félög-
um sínum frá Seley. Um hætt-
umar, sem þeir lentu í, var hann
ekki fjölorður, en allir vissu,
að þeirrar hetjudáðar mundi æ
síðar verða minnzt í sögu sjó-
ferða og siglinga. Mennimir,
107