Úrval - 01.06.1957, Page 113
„með ÞRAUTSEIGJU SIGRUM VIÐ'
ÚRVAL
rekið þær í sólana. Þessi stíg-
vél voru oft umræðuefni; en
hugurinn var annars staðar, og
við vissum að við hugsuðum
allir um það sama. Þegar við
komum til hvalveiðistöðvarinn-
ar, þá var það hugsunin um
félaga okkar sem gerði okkur
svo tryllta af gleði, að erfitt er
að lýsa því. Okkur var ekki efst
í huga að nú væri okkur sjálf-
um borgið, heldur að nú mund-
um við geta bjargað þeim. Það
er margt gott til í þessum heimi
— en góður félagsskapur er ef
til vill betra en allt annað. Að
vita að þú getur gert eitthvað
mikið fyrir góðan félaga!
Þú skilur hvað það var okkur
mikils virði; að þokast nær og
nær hvalveiðistöðinni með þá
vissu í hjarta, að mennimir á
Seley mjmdu brátt sjá skip nálg-
ast án þess að skeyta um veðrið.
Ég gat ekki skrifað rnn þetta
og þvíumlíkt, ekki frekar en um
fjórða manninn á göngu okkar.
Þegar ég hugsa aftur til þessa
tíma, er ég ekki í neinum vafa
um að forsjónin leiddi okkur ...
Ég veit að á þessari erfiðu 36
tíma göngu yfir fjöll og jökla
Suður-Georgíu fanns mér iðu-
lega að við værum fjórir en
ekki þrír. Ég mixmtist ekkert
á þetta við félaga mína. En eftir
á sagði Worsley við mig: „Hús-
bóndi, sú undarlega tilfinning
lét mig ekki í friði alla leiðina,
að einhver ókunnugur maður
TR
NA
YGGING
ER
UÐSYN!
ALMENNAR
TRYGGINGAR H.F.
Austurstræti 10 — Sími 7700
íil