Úrval - 01.06.1957, Síða 116
6- ' . ■ =====
Hvað - og hversvegna?
Smágetraunir í vísindum eftir prófessor E. N. UaC Andrade.
Lesendur munu geta sótt nokk-
urn fróðleik og skemmtun í að
spreyta sig á þessum spurningum
úr heimi vísindanna. Ýmislegt
af því sem um er spurt, hefur
áður verið minnzt á í tírvali, og
getur það orðið nokkur prófsteinn
á hve mikið situr eftir af þeim
fróðleik. Svörin eru á 2. kápusíðu.
1. Hvað er þungt vatn og til
hvers er það notað?
2. Hve mikið úraníum er áætl-
að að sé í Atlantshafinu ?
3. Það er talið vist, að ekki
sé neitt gufuhvolf umhverfis.
tunglið. Hvaða rök liggja til
þeirrar fullyrðingar ?
4. Hvað er tungsten, hvar er
hann að finna í flestum
húsum og hvert er notagildi
hans ? Hver er munurinn á
tungsten og wolfram ?
5. Hvaða málmur er þjmgstur
og hver léttastur? Hvert er
þyngdarhlutfall hins þyngsta
og blýs, og hins léttasta og
vatns ?
6. Hvemig stendur á því, að
standi maður nærri þar sem
blásið er i hljóðpípu og barin
bumba, virðist hljóðpipu-
blásturinn yfirgnæfa bumbu-
sláttinn, en standi maður
fjarri, yfirgnæfir bumbuslátt-
urinn?
7. Gerum ráð fyrir, að kæli-
skápur, sem stendur í eld-
húsi, sé látinn standa opinn
og í gangi. Kælir hann þá
eldhúsið eða hitar hann það
upp?
8. Hvað er átt við með þrýst-
ingi Ijóss, og hvemig gætir
hans sýnilega í himingeimn-
um?
9. Hvað er grafít og hvernig
er það notað við kjarnorku-
framleiðslu? Er grafít sama
efnið og notað er sem rit-
stíll í blýanta?
10. Hraði hljóðsins er ekki meiri
en svo, að menn eru nú farn-
ir að fljúga flugvélum hrað-
ar en hljóðið. Breytist hraði
hljóðsins með breyttum hita
og þrýstingi loftsins, og ef
svo er, þá hve mikið, svona
hérumbil ?
11. Hvað er gíróáttaviti og hver
er aðalhluti hans? Á hvaða
eiginleika jarðarinnar bygg-
ist stefnuvísun hans?
12. Hvað er átt við, þegar talað
er um dimmar stjörnur og
hvernig ert hægt að finna
þær ?
13. Visar nélin á áttavitanum á
Norðurpólinn ? Hvað er í sigi-
ingafræðinni átt við með mis-
visun (deklination) og halli
(inklination) ? Eru það fyrir-
brigði, sem em óbreytt öld
eftir öld ?
======= 1 —g>
STEINDÓRSPRENT H.T.