Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Blaðsíða 2

Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Blaðsíða 2
um af hálfu heilbrigðiseftirlitsins. Vissutega verðurn við stundum varir við þetta sjónar- mið, en þó aðeins hjá mönnum, sem yfirleitt liafa aðra skoðun en við á hreinlæti. Við með- ferð matvæia og neyzluvara vinna því miður hér, sem annars staðar, margir, sem skortir nauðsynlega þrifnaðarkennd. Af hirðuleysi, slæmri umgengni og lélegri meðferð vörunn- ar ieiðir, að meira fer í súginn en nauðsyn- legt er, og húsakynni ganga fyrr úr sér, og getur þetta oft haft slæm áhrif á fjárhag fyrir- tækja. Gott húsnæði, góð umgengni og full- komið hreinlæti er undirstaða vöruvöndunar og bætir afkomu kaupmannsins. Sem betur fer hafa margir matvörukaup- menn mikla þrifnaðarkennd og sjá þeir heiður sinn og hag í því að viðhafa snyrtimennsku í hvívetna. Þessir menn eru heilbrigðiseftirlit- inu ómetanleg stoð, því áhrif þeirra hafa verið mikil. Hinar fallegu og vel búnu verzlanir, o o sem risið hafa á undanförnum árum, hafa ver- ið lyftistöng framfara á þessu sviði. 2) Er gömlum sölubúðum hér í Reykjavík yfirleitt áfátt frá heilbrigðilegu sjón- armiði? SVAR: Sem betur fer má svara þessu neitandi, en eðliiega á framþróun sér stað í þessum mál- um sem öðrum. Gerðar eru meiri kröfur nú en fyrir áratugum, og er því ýmsum gömlum búðum áfátt á nútíma mælikvarða. Það skal þó tekið fram, að aðai vandamál heilbrigðiseftirlitsins er ekki lengur ástand húsakynna verzlananna, heldur skortur á hreinlæti og góðri umgengni í vissum hluta þeirra. 3) Mæta kröfur heilbrigðiseftirlitsins skiln- ingi verzlunareigenda og tekur eftir- litið tillit til aðstæðna, þegar það gerir sínar kröfur um endurbætur, svo sem tæknilega og fjárhagslega? SVAR: Kröfur eftirlitsins mæta sí auknum skiln- ingi, og er samvinna við flesta verzlunarmenn hin bezta. Ætíð er tekið tillit til tæknilegra aðstæðna, erfiðara er að fara eftir fjárhagsaðstæðum manna. Lágmarkskröfum verður að fram- fylgja. • • • ftlí li* HEILDSÖLUBIRGÐIR: 0. JOHNSON & KAABER HF. þekkja DIF 50 VERZLUNARTÍÐINDIN

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.