Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Page 20

Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Page 20
fjárútlát fyrir viðkomandi fyrirtæki. Að sjálfsögðu var ekki með þessu ætlazt til að meðlimum yrði á nokk- urn hátt meinað að auglýsa hver fyrir sig, enda hafa margir gert það um árabil og vilja gera það upp á einsdæmi. Hins vegar er fjöldinn, sem gjarnan vill vera í svona samstöðu eins og efnt var til, og að því er ég bezt veit var þetta vel þegið og talið heppilegt. V erzlunarskólinn. A s. 1. vetri var efnt til námskeiðs í Verzlunarskól- anum fyrir forgöngu og með aðstoð félagsins Sölu- tækni til fræðslu og kynningar á hlutverki verzlunar- fólks. Var leitað til Kaupmannasamtakanna og óskað eftir að einhverjir af meðlimum okkar tækju að sér að mæta á þessu námskeiði og flytja erindi og fræða hið upprennandi verzlunarfólk um þessi mál, eftir því sem aðstæða þeirra og þekking leyfði. I þessu sam- bandi mættu fyrir okkur og fluttu erindi Þorvaldur Guðmundsson, Björn Guðmundsson, Kolbeinn Krist- insson, Sveinbjörn Árnason og Sveinn Snorrason. Er mér kunnugt um að máli þeirra var vef tekið af nem- endum og þótti takast með ágætum að dómi þeirra, sem fyrir þessu stóðu, og vil ég fyrir hönd samtakanna færa þessum meðlimum okkar þakkir fyrir þeirra starf í þessu sambandi. í framhaldi af þessu er ekki úr vegi að geta þess, að yfir stendur húsbygging Verzlunarskólans. Verzlunar- skólinn, rekstur hans og stjórn hefur aldrei veriðáveg- um okkar samtaka, skólanefnd er skipuð að mestu af Verzlunarráði Islands og hefur það frábyrjun haft með að gera rekstur skólans og öll hans mál legið á þess herð- um. Á s. 1. sumri bárust okkur tilmæli frá skólanefnd Verzlunarskólans um að meðlimir okkar létu í té að- stoð fjárhagslega við að ljúka byggingu skólans, sem að allra dómi er mjög aðkallandi mál og brýn nauð- syn á að flýta, til þess að hægt verði m. a. að veita verzlunarfólki meiri, betri og varanlegri fræðslu held- ur en nú er hægt við þau húsakynni, sem skólinn á við að búa. Stjórn samtakanna kom þessari málaleit- an áleiðis til allra sinna meðlima. Því miður hefur árangur ekki orðið sá sem æskilegt væri og lítið orðið ágengt, ef undan eru skildar myndarlegar undirtektir þriggja af okkar meðlimum, en komandi stjórn sam- takanna ætti að reyna að knýja meira á með þetta mál og gera það sem unnt er, til þess að hin nýja bygging verði tekin í notkun sem fyrst. ★ Hér að framan hef ég getið þeirra aðalmála, sem við höfum haft til meðferðar á s. 1. starfsári. Margt annað hefur borið á góma þótt þess sé ekki sérstak- lega getið. Hvernig okkur hefur til tekizt er ykkar að fjalla um og dæma. — Ég vænti þess þó, að okkur hafi tekizt að þoka ýmsum sameiginlegum málefnum í átt að réttu marki, og að störf okkar geti skoðast jákvæð. Að endingu færi ég ykkur þakkir fyrir gott og ánægjulegt samstarf og starfsfólki samtakanna þakka ég vel unnin störf. \ \ i* kanptaxti Samkvæmt nýgerðum samningi við Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur skal lágmarkskaup af- greiðslufólks í verzlunum á félagssvæði V. R. frá 1. júní 1962 vera eins og hér segir: 1. flokkur: a. Verzlunar- og deildarstjórar (karlar): Mánaðarkaup Byrjunarlaun ................ kr. 5.837,00 Eftir 1 ár ................... - 6.116,00 Eftir 2 ár ................... - 6.382,00 b. Verzlunar- og deildarstjórar (konur): Mánaðarkaup Byrjunarlaun ................ kr. 5.157,00 Eftir 1 ár ................... - 5.565,00 Eftir 2 ár ................... - 5.845,00 2. flokkur: Afgreiðslumenn með verzlunar- skóla eða hliðstæða menntun eða 3ja ára starfsreynslu: Mánaðarkaup Byrjunarlaun ................ kr. 4.805,00 Eftir 1 ár ................... - 5.219,00 Eftir 2 ár ................... — 5.490,00 3. flokkur: Aðrir afgreiðslumenn: Mánaðarkaup Byrjunarlaun ................ kr. 4.001,00 Eftir 1 ár ................... — 4.436,00 Eftir 2 ár ................... - 4.805,00 4. flokkur: a. Afgreiðslustúlkur með verzlunarskóla- eða hliðstæða menntun: Mánaðarkaup Byrjunarlaun ................ kr. 3.450,00 Eftir 6 mán................... - 3.782,00 Eftir 1 ár ................... - 4.352,00 Eftir 2 ár ................... — 4.398,00 b. Aðrar afgreiðslustúlkur: Mánaðarkaup Byrjunarlaun ................ kr. 2.892,00 Eftir 6 mán................... - 3.347,00 Eftir 12 mán.................. — 4.022,00 Eftir 2 ár ................... - 4.283,00 Eftir 4 ár ................... — 4.352,00 Eftir 5 ár ................... — 4.398,00 5. flokkur: Unglingar að 16 ára aldri: Mánaðarkaup Byrjunarlaun ................ kr. 2.500,00 Eftir 1 ár ................... - 2.778,00 Eftir 2 ár ................... — 3.026,00 6. flokkur: Sendisveinar: Mánaðarkaup kr. 1.878,00 til - 2.251,00 68 Hér lýkur skýrslunni um starfsemi Kaupmannasamtakanna s.l. starfsár. VERZLUNARTÍÐINDIN

x

Verzlunartíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.