Bókatíðindi - 01.12.2005, Síða 150
BÓKATÍÐINDI 200
FræÖi og bækur almerms efnis
80 bls.
Steinegg ehf.
ISBN 9979-782-08-0
Leiðb.verð: 950 kr.
KIRKJUR ÍSLANDS
5. og 6. bindi
Ritstj.: Þorsteinn
Gunnarsson
Kirkjur Islands er grundvall-
arrit um friðaðar kirkjur á
Islandi þar sem horft er á
kirkjurnar frá sjónarhóli
byggingarlistar, stílfræði og
þjóðminjavörslu. í máli og
myndum er fjallað um kirkj-
urnar sjálfar ásamt kirkju-
gripum og minningarmörk-
um.
Bókaflokkurinn er ein-
stæður og opnar sýn inn í
mikilvægan þátt í menning-
arsögu okkar íslendinga
heima í héraði, því kirkjan er
ekki aðeins musteri trúar,
heldur einnig sýnileg tákn-
mynd þess besta í byggingar-
og listasögu þjóðarinnar á
hverjum tíma - glæsilegar
listaverkabækur sem þjóð-
inni er sómi að.
f þeim tveimur bindum
sem hér birtast er fjallað um
allar friðaðar kirkjur í Skaga-
fjarðarprófastsdæmi. Formáli
fyrir verkefninu er í 5. bindi
og viðeigandi skrár fyrir
bæði bindin í því 6. og því
um eitt heildstætt verk að
ræða.
Höfundar eru Guðrún
Harðardóttir sagnfræðingur,
j Gunnar Bollason sagnfræð-
j ingur, Hörður Ágústsson list-
málari og fræðimaður, Júlí-
j ana Gottskálksdóttir listfræð-
ingur, Kristín Huld Sigurðar-
dóttir forstöðumaður Forn-
leifaverndar, Kristján Eldjám,
Kristmundur Bjarnason fræði-
j maður, Sigríður Sigurðar-
j dóttir safnstjóri, Unnar Ingv-
j arsson héraðsskjalavörður,
Þorsteinn Gunnarsson arki-
j tekt, Þór Hjaltalín minja-
j vörður og séra Þórir Step-
j hensen.
Víðimýrarkirkja er elsta
j torfkirkja landsins og eitt
j merkasta byggingarlistaverk
j íslenskt frá fyrri tíð. Sauðár-
krókskirkja og hin sérstæða
og áttstrenda Silfrastaða-
kirkja eru höfuðverk Þor-
steins Sigurðssonar kirkju-
j smiðs. Kirkjan á Reynistað er
í nýklassískum stíl, með sér-
stæð kórskil og prédikunar-
j stól yfir altari. í Hvammi er
snotur timburkirkja. Sjávar-
j borgarkirkja er ein elsta
j timburkirkja landsins.
Reykjakirkja skartar töflu eft-
ir Arngrím málara Gíslason
og í Ketukirkju er eitt feg-
ursta klukknaport landsins
og altaristafla eftir Jóhann
; Briem listmálara. Goðdal-
akirkja er dæmi um vel
heppnaða endurgerð.
Hóladómkirkja er elsta
kirkja landsins, reist
1757-1763. Af kirkjulist
hennar ber Hólabríkina
hæst, erlent verk frá fyrri
j hluta 16. aldar, íslenskan
j skírnarsá etir innansveitar-
mann og tvo forláta kaleika
frá ofanverðri 13. öld, einnig
róðukross jafngamlan brík-
j inni og alabasturbrík frá 15.
öld; í kórgólfi er safn vel
varðveittra minningarmarka
frá síðmiðöldum. Torfkirkjan
j á Gröf er ævaforn að stofni,
j gerð af stafverki með altari
j eftir útskurðarmeistarann
j Guðmund Guðmundsson frá
Bjarnastaðahlíð. Knapps-
staðakirkja er elsta timbur-
kirkja landsins, reist 1840. í
Hofskirkju eru altaristafla og
prédikunarstóll í barokkstíl
frá miðri 17. öld, í Fellskirkju
altari og prédikunarstóll eft-
ir Árna Jónsson snikkara og í
Hofsstaðakirkju altaristafla
eftir Jón Hallgrímsson frá
Kasthvammi.
Bækurnar eru prýddar
fjölda Ijósmynda, sem Ijós-
myndararnir ívar Brynjólfs-
son á Þjóðminjasafni og
Guðmundur Ingólfsson,
ímynd, hafa tekið, ásamt
teikningum af kirkjunum.
610 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-172-0
Leiðb.verð: 5.500 kr.
Kommúnisminn
kfVltfs *»
KOMMUNISMINN
Richard Pipes
Þýð.: Jakob F. Ásgeirsson og
Margrét Gunnarsdóttir
í bókinni er lýst fræðilegum
grunni kommúnismans, fjall-
að um fyrstu hugmyndir um
eignalaust samfélag og
hvernig kommúnisminn varð
að fræðikenningu um afnám
séreignarréttarins og vopn-
aða byltingu. Rakin er saga
kommúnismans í Rússlandi
og fjallað um stjórnarhætti
Leníns og Stalíns, samyrkj-
uvæðinguna, ógnina miklu,
hnignun kommúnistastjórn-
arinnar og fall hennar í Evr-
ópu. Lýst er sögu komm-
únismans á heimsvísu, út-
breiðslu hans til Kína og þró-
unarlanda, viðtökum hans á
Vesturlöndum og kalda stríð-
inu. Loks er reynt að grafast
fyrir um hvers vegna komm-
únisminn mislukkaðist og
gerð grein fyrir þeim mann-
fórnum sem kommúnisminn
kallaði yfir heimsbyggðina á
20. öld.
180 bls.
Bókafélagið Ugla
ISBN 9979-9680-4-4
Leiðb.verð: 1.980 kr.
Peter Foote
K R E D D U R
SlLICT tTUDIISIN
EAHLY IdLANDIC LAW AND LITERATC'BE
KREDDUR
Select studies in early
lcelandic law and literature
Peter Foote
Kreddur er safn ritgerða
fræðimannsins sem var pró-
fessor í íslenskum miðalda-
bókmenntum við University
College í London 1963-'83
og hafði áhrif um heim allan
með skrifum sínum og túlk-
unum á hinum forna menn-
ingararfi. Peter Foote var
gerður að heiðursfélaga Bók-
menntafélagsins 1965. Þess
má geta, að eitt nýjasta verk
hans er útgáfa á Jóns sögu
helga og formáli fyrir henni
í XV. bindi íslenzkra fornrita,
Biskupasögum I, sem út kom
2003.
217 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-156-9
Leiðb.verð: 4.446 kr. Kilja
148