Bókatíðindi - 01.12.2005, Side 196
8ÓKATÍÐINDI 2005
Ævisögur og endurminningar
MARGRÉT
Þýð.: Þórdís Bachmann
Margrét Þórhildur er fædd
árið 1940. Kjörin ríkisarfi 13
ára. Varð drottning árið 1972
eftir að Friðrik IX lést og hef-
ur nú drottnað í 33 ár. I Mar-
gréti segir drottning Dana
opinskátt frá lífi sínu á mikl-
um umbrotatímum. Þetta er
persónuleg frásögn um ham-
ingjusama bernsku, leitandi
æskuár, ást og erfiðleika,
hjónaband, börn, tengda-
börn og barnabörn. Um
frændgarð og konungsríki.
Og um listina og trúna, sem
skapar tilgang í tilveruna.
Bókin er prýdd fjölda Ijós-
mynda.
280 bls.
Tara forlag
ISBN 9979-9720-0-9
Leiðb.verð: 4.990 kr.
MINNINGAR
OG
LÍFSSÝN
B|órgvin Brý'njóllsson
MINNINGAR OG LÍFSSÝN
Björgvin Brynjólfsson
Saga Björgvins Brynjólfsson-
ar er miklu meira en saga
hans sjálfs. Hún er jafnframt
saga síðustu aldar í hnot-
skurn - allt frá því áður en
fyrstu vegir voru lagðir með
handverkfærum og meðan
eggjataka í Drangey var enn
lífsviðurværi -til okkar daga
þegar bílfært er um allar
trissur og fólk er reyndar aft-
ur farið að ganga um gamla
fjallvegi, en að þessu sinni
sér til skemmtunar.
Störf Björgvins á sviði
verkalýðs- og stjórnmála að
ógleymdri baráttu hans fyrir
aðskilnaði ríkis og kirkju
hljóta að verða mörgum
hvatning til að eignast þessa
merku og fróðlegu bók, en
sumt í þessari bók mun þó
jafnvel koma á óvart sumum
þeim sem töldu sig þekkja
hann vel.
368 bls.
Björgvin Brynjólfsson
Dreifing: Ormstunga
ISBN 9979-60-970-2
Leiðb.verð: 4.200 kr.
MYNDIN AF PABBA
Saga Thelmu
Gerður Kristný
Thelma og systur hennar
fjórar ólust upp í Hafnarfirði
á sjöunda og áttunda áratug
aldarinnar sem leið. Um ára-
bil bjuggu þær við kynferð-
islegt ofbeldi frá hendi föður
síns og annarra barnaníð-
inga. Thelma lærði snemma
að þegja en þá þögn rýfur
hún í þessari bók, þar sem
Gerður Kristný segir sögu
Thelmu á áhrifaríkan og yfir-
vegaðan hátt. Saga Thelmu
er saga konu sem hefur feng-
ið hjálp til að takast á við
óbærilega reynslu og stend-
ur uppi sem sigurvegari.
232 bls.
EDDA útgáfa
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1889-4
Leiðb.verð: 4.690 kr.
Kristján Hreinsson
PÉTUR PoPPARI
NoKK«I« SPKETTIK Ú* LÍFSHLAVPI Pfcri HS W. KlUSTJÁNSSONAK
PÉTUR POPPARI
Nokkrir sprettir úr lífshlaupi
Péturs W. Kristjánssonar
Kristján Hreinsson
Saga Péturs Kristjánssonar
læturengan ósnortinn. Hann
var goðsögn í lifanda lífi,
hinn fullkomni holdgerving-
Tííffíi M2 f Bókhlaðan,
[ £l
lí í ísafirði sími 456-3123
ur hippakynslóðarinnar, en
notaði þó aldrei dóp, og var
samnefnari fyrir allt það
flippaðasta sem rokksaga
íslands hefur að geyma.
Pétur poppari - óborg-
anleg bók um einstakan kar-
akter.
310 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-776-72-2
Leiðb.verð: 4.980 kr.
SKUGGABÖRN
Reynir Traustason
Fíkniefni og neysla þeirra er
eitt helsta vandamál okkar
samfélags. Við vitum það en
vitum samt ekki neitt. Milli
hins venjulega borgara og
fíkilsins er dregin ósýnileg
lína. Báðir tilheyra sama
heimi; samt eru þeir staddir
hvor í sinni vídd. Reynir
Traustason steig yfir þessi
mörk. Hann gekk með
skuggabörnunum niður í
dýpstu myrkur þar sem
neysla leiðir til glæpa, þar
sem glæpir ala af sér ofbeldi
og þar sem ofbeldi skapar
örvæntingu sem dauðinn
einn virðist geta læknað.
Þetta er sönn bók um raun-
veruleikann eins og hann er.
288 bls.
EDDA útgáfa
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1907-6
Leiðb.verð: 4.990 kr.
194