Bókatíðindi - 01.12.2005, Blaðsíða 219
Matur og drykkur
128 bls.
EDDA útgáfa
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1898-3
Leiðb.verð: 3.990 kr.
SÚKKULAÐI
Þaö besta frá Nóa-Síríus
Ritstj.: Marentza Poulsen
í rúman áratug hefur Nói-
Síríus sent á hverju hausti frá
sér uppskriftabækling sem
íslendingar hafa tekið sér-
stöku ástfóstri við. Marentza
Poulsen hefur safnað saman
bestu uppskriftunum, sett
þær í nýjan búning og bætt
við fleirum í einni glæsileg-
ustu uppskriftabók sem kom-
ið hefur út hér á landi.
Ómótstæðilegar freistingar
úr silkimjúku súkkulaði bíða
þess eins að bráðna í munni.
128 bls.
EDDA útgáfa
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1897-5
Leiðb.verð: 2.990 kr.
VIÐ MATREIÐUM
Anna Gísladóttir
Bryndís Steinþórsdóttir
Bókin hefur að geyma fjöl-
breytt úrval hefðbundinna
og nýrra uppskrifta sem hægt
er að grípa til bæði hvers-
dags og á hátíðastundum.
Leitast er við að hafa réttina
einfalda og fljótlega en jafn-
framt lögð rík áhersla á nær-
ingargildi og hollustu.
Aðferðir við eldamennsk-
una eru settar fram á skýran
og aðgengilegan hátt þannig
að bókin nýtist bæði byrj-
endum í matreiðslu sem og
þeim sem lengra eru komnir
Við
matreiðum
Mý og mdurbjrtt utjjtj CnmdnRjml I tMwrl tMhút
en vantar nýjar hugmyndir
að góðum réttum.
Þá eru í bókinni ýmsar
hagnýtar upplýsingar, svo
sem leiðbeiningar um mál
og vog og geymslu og merk-
ingar matvæla, næringarefna-
töflur, töflur um suðu- og
steikingartíma og orðskýr-
ingar.
Þetta er ný og endurskoð-
uð útgáfa bókarinnar, en hún
kom fyrst út 1976 og hefur
alla tíð notið fádæma vin-
sælda. Höfundarnir, Anna
Gísladóttir og Bryndís Stein-
þórsdóttir, eru hússtjórnar-
kennarar með langa reynslu
og mikla þekkingu á matar-
gerð.
328 bls.
Iðnú bókaútgáfa
ISBN 9979-67-167-X
Leiðb.verð: 3.490 kr. Kilja
VÍN -
ÞRÚGUR GLEÐINNAR
Christer Berens
Bjorn Værness
Þýð.: Erna Árnadóttir
Vín - þrúgur gleðinnar er
fyrir alla þá sem langar að
fræðast um vín. Hér eru
kynntáaðgengilegan háttöll
helstu grundvallaratriði vín-
menningarinnar. Auk þess
að greina frá því hvernig vín
verður til, hvernig beri að
geyma og bera það fram,
býður höfundurinn lesendum
í vínsmökkunarferð heims-
horna á milli þar sem borin
eru saman vín frá ólíkum
vínræktarsvæðum. Bókin
gerir góðar stundir enn betri.
136 bls.
EDDA útgáfa
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1877-0
Leiðb.verð: 3.990 kr.
ÞÚ GETUR ENNÞÁ
GRENNST
Ásmundur Stefánsson
Guðmundur Björnsson
Ásmundur Stefánsson var
orðinn vondaufur um að
geta lést þegar hann komst í
kynni við megrunaraðferð
sem olli því að hann léttist úr
120 kílóum í 80. Nú heldur
Ásmundur sér í kringum 85
kílóin án þess að finna fyrir
því. Guðmundur Björnsson
læknir útskýrir hvað býr að
baki aðferðinni - m.a. hvað
beri að varast - í Ijósi læknis-
fræðinnar.
Margrét Þóra Þorláksdótt-
ir matgæðingur leggur fram
fjölda girnilegra uppskrifta
með þessum kúr sem byggist
á því að borða helst kjöt, fisk
og grænmeti en sneiða hjá
kolvetnaríkum mat.
156 bls.
EDDA útgáfa
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1840-1
Leiðb.verð: 1.990 kr. Kilja
ÆTIGARÐURINN
Handbók grasnytjungsins
Hildur Hákonardóttir
Þarf maður garð eða græna
fingur til að hafa gaman af
þessari bók? - Nei, það eina
sem þarf er áhugi á heilbrigð-
um lífsstíl, móður náttúru,
frumlegum og girnilegum
uppskriftum og stórskemmti-
legum frásögnum um lífið og
tilveruna.
208 bls.
Salka
ISBN 9979-768-47-9
Leiðb.verð: 3.490 kr. Kilja
I
217