Bókatíðindi - 01.12.2008, Side 3
Efnisyfirlit
Kæru bókaunnendur
Við lifum nú einhverja merkilegustu og storma-
sömustu tíma íslenskrar sögu. Allar helstu fjár-
málastofnanir landsins, fyrirtæki sem voru táknmynd-
ir fyrir sókndirfsku og hugvit íslensku þjóðarinnar,
hafa beðið skipbrot, orðstír íslands á alþjóðavettvangi
er alvarlega laskaður og almenningur býr sig undir
að mæta miklum efnahagserfiðleikum. Líkt og önnur
fyrirtæki í landinu hafa bókaútgáfur ekki farið var-
hluta af ástandinu. Erfiðleikar við erlend viðskipti og
fjármögnun sem flest íslensk fyrirtæki stríða við gera
bókaforlögunum einnig skráveifu.
Ef marka má Bóktíðindi í ár hafa bókaútgefendur
engu að síður mikla trú á að þeir eigi hlutverki að
gegna á íslenskum neytendamarkaði. Árið 2007
höfðu titlar í Bókatíðindum aldrei verið fleiri, rétt
800 talsins. Þeir eru ívið færri í ár, 760, en samt
fleiri en árið 2006 og sé horft áratug aftur í tímann
sést að fjölgunin er mikil, árið 1998 voru titlar í
Bókatíðindum 418 talsins. Bókaútgáfa stendur því
með blóma á íslandi um þessar mundir.
Bókaútgáfa er einn elsti atvinnuvegur þjóðarinnar.
Ef landbúnaður og sjávarútvegur eru frátöld stend-
ur engin atvinnustarfsemi í landinu á jafn göml-
um grunni. Frá því fyrir miðja sextándu öld hafa
íslendingar hætt fé sínu í því skyni að koma út á
þrykk bókum. Fyrst í því skyni að kynna landsmönn-
um ný viðhorf í byltingarumróti siðbreytingarinnar.
Seinna í því skyni að treysta í sessi lúterska guðfræði
og enn seinna til að skemmta, fræða og opna nýjar
víddir, færa heiminn heim til fólks.
Bókaútgefendur samtímans byggja enn á sama grunn-
inum. Þeir gefa út bækur fyrir íslenskt málsamfélag
svo þar fái þrifist frjáls tjáning og öflug skoðanaskipti,
sagnagleði og Ijóðalist. Það er enginn bilbugur á
þeim og ástæðan er einföld: Varan sem þeir senda
á markað hefur algera sérstöðu. Enginn getur haldið
því fram að hún sé það korn sem fylli mæli íslenskrar
efnishyggu. Enginn trúir því að hún æsi upp kaup-
æði almennings og setji þjóðarhag á slig. Þvert á
móti. Allir vita að bókin svarar spurn fólks jafnt eftir
andlegri uppbyggingu sem andlegu umróti á tímum
þegar allt virðist gert úr vindi. Hafi einhvern tíma
verið þörf fyrir að lesa bækur til að skerpa á reiðinni,
sefa hugann, skemmta sér á síðkvöldum eða átta sig á
sjálfum sér þá er það nú. Nú er tími bókarinnar.
F.h. Félags íslenskra bókaútgefenda,
Kristján B. jónasson, formaður
íslenskar barna- og unglingabækur....2
Þýddar barna- og unglingabækur......26
íslensk skáldverk...................66
Þýdd skáldverk..................... 98
Ljóð.............................. 134
Fræði og bækur almenns efnis...... 148
Saga, ættfræði og héraðslýsingar.. 198
Ævisögur og endurminningar.........204
Handbækur..........................222
Höfundaskrá........................239
Útgefendur.........................247
Bóksalar...........................250
Titlaskrá..........................252
BÓKATÍÐINDI 2008
Útgefandi: Félag íslenskra bókaútgefenda
Barónsstíg 5
101 Reykjavík
Sími: 511 8020, fax: 511 5020
Netf.: baekur@simnet.is
FÉLAG (SLENSKRA . , r i . . r •
bókaútgefenda Verur: www.bokautgafa.is
Hönnun kápu: JÓNSSON & LE'MACKS
Ljósmynd: Ari Magg
Ábm.: Benedikt Kristjánsson
Upplag: 125.000
Umbrot, prentun
og bókband: Prentsmiðjan Oddi ehf.
Dreifing: íslandspóstur hf.
ISSN 1028-6748
Þetta tákn merkir hljóðbók.
Tímalengd er uppgefin í mínútum.
Leiðbeinandi verð
„Leiðb.verð" í Bókatíðindum 2008 er áætlað
útsöluverð í smásölu með virðisaukaskatti.
1