Bókatíðindi - 01.12.2008, Page 6
BÓKATÍÐINDI 2008
íslenskar barna- og unglingabækur
lllHUm
¥11,1,1 i:iUI llDSitBII/i
Kristin Steinsdóttir
DRAUGAR
VILJA EKKI DÓSAGOS
Kristín Steinsdóttir
Elsa er ósköp venjuleg 11 ára
stelpa sem flytur f gamalt hús
í Hafnarfirði. En þá fara und-
arlegir hlutir að gerast. Fjör-
leg og spennandi saga sem
hlaut frábærar viðtökur þegar
hún kom fyrst út.
4) 3 CD
Dimma ehf.
ISBN 978-9979-9836-7-5
Leiðb.verð: 2.390 kr.
DRAUGASLOÐ
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Spennandi saga þar sem flétt-
að er saman dularfullum at-
burðum fyrr og nú. Bókin
hlaut Barnabókaverðlaun
Vestnorræna ráðsins 2008.
211 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-2938-1 Kilja
DRAUGUR
í SJÖUNDA HIMNI
Kristín Steinsdóttir
Söguhetjan Móri er kominn
til himna en þar er margt
öðruvísi en hann hafði
ímyndað sér. Óvenjuleg og
hressandi saga sem allir hafa
gaman af. Sjálfstætt framhald
bókarinnar Draugar vilja ekki
dósagos.
4) 3 CD
Dimma ehf.
ISBN 978-9979-9836-8-2
Leiðb.verð: 2.390 kr.
EDDA TÝNDIST
í ELDGOSINU
Herdís Egilsdóttir
Myndskr.: Erla
Sigurðardóttir
Sönn spennusaga úr eldgos-
inu á Heimaey 1973. Þegar
íbúarnir flýja með fiskibátum
til lands týnir Edda, átta ára,
foreldrum sínum. Pabbi
hennar fer með hana og syst-
kini hennar, Valda, Guðnýju
og Lísu, niður á bryggju.
Hann segir þeim að bíða þar
á meðan hann sæki mömmu,
Ibbu, Arnýju og Kalla litla.
Þegar pabbi kemur aftur er
eins og jörðin hafi gleypt
systkinin fjögur. Mamma og
pabbi verða skelfingu Iostin.
í þessari fallega myndskreyttu
sögu fáum við að vita hvað
varð um Eddu og systkini
hennar, sem voru svo lengi
viðskila við foreldra sína.
48 bls.
Útkall ehf.
ISBN 978-9979-9880-7-6
Leiðb.verð: 2.690 kr.
ELSKU BESTI PABBI
Björk Bjarkadóttir
Pabbi hennar Emelíu getur
verið sterkur eins og skóg-
arbjörn og liðugur eins og
api. En þegar hann verður
lasinn eins og lítil mús verð-
ur Emelía að vera stór og
sterk. Hér er komin ómiss-
andi bók fyrir allar litlar
s m *
I w *
| Stekkjastaur
| kom fyrstur
1 Það er opiö allan
I sólarhringinn hjó
| Select Bústaöavegi.
pabbastelpur og pabbastráka
eftir höfund sem ávallt vekur
athygli fyrir skemmtileg efn-
istök og glæsilegar myndir.
24 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-2949-7
EYJA SÓLFUGLSINS
Sigrún Eldjárn
Þriðja ævintýrasagan í vin-
sælum bókaflokki eftir verð-
launahöfundinn Sigrúnu Eld-
járn. A Eyju Sólfuglsins, þar
sem sólin skín og íbúarnir
svífa um á fljúgandi teppum,
virðist allt með felldu en hin
þríeygða Trína veit betur. Og
hún veit líka hvert er best að
leita eftir aðstoð! Bókin er
ríkulega skreytt litmyndum
og hentar lesendum frá 8 til
12 ára.
236 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-2975-6
4