Bókatíðindi - 01.12.2008, Page 80
íslensk skáldverk
HIMNARÍKI OC HELVÍTI
Jón Kalman Stefánsson
Sagan gerist fyrir meira en
hundrað árum, vestur á fjörð-
um. Strákurinn og Bárður róa
um nótt á sexæringi út á víð-
áttur Djúpsins að leggja lóðir.
Þótt peysurnar séu vel þæfð-
ar smýgur heimskautavindur
auðveldlega í gegn. Það er
stutt á milli lífs og dauða,
eiginlega bara ein flík, einn
stakkur.
Jón Kalman hlaut íslensku
bókmenntaverðlaunin fyrir
síðustu bók sína, Sumartjós og
svo kemur nóttin árið 2005.
214 bls.
Bjartur
ISBN 978-9979-657-10-1
Leiðb.verð: 1.980 kr. Kilja
HLAÐHAMAR
Björn Th. Björnsson
Stórbrotin lýsing á þjóðlífi
fyrri alda. Samin út frá sögu-
broti af Árna frá Hlaðhamri.
Höfundur les.
4) 450 mín.
Hljóðbók.is
ISBN 9789979784296
Leiðb.verð: 2.990 kr.
HNÍFUR ABRAHAMS
Óttar M. Norðfjörð
Nú er þessi metsölubók fáan-
leg í kilju. Æsispennandi
skáldsaga sem sækir í sagn-
fræðilegan efnivið. Höfund-
urinn hefur lagst í áralanga
rannsóknarvinnu og grafið
upp byltingarkenndan fróð-
leik um Abraham ættföður.
Fræðandi spennusaga sem
leiðir lesandann meðal ann-
ars á slóðir Nostradamusar,
Dauðahafshandritanna og
aldalangra átaka íslam og
kristni.
„Hnífur Abrahams er
snaggaralegur þriller, löðr-
andi íblóði, leyndardómum,
samsærum og mannkynssög-
um. Óniðurlátanleg."
- Stefán Máni, rithöfundur.
320 bls.
Sögur útgáfa
ISBN 978-9979-9887-1-7 Kilja
HOLA í LÍFI
FYRRVERANDI GOLFARA
Guðmundur Óskarsson
"O
c
I Það er opið allan sólarhringinn
| hjá Select Bústaðavegi.
Einn óvenjuhlýjan haustdag
gengur Samúel um götur
stórborgarinnar. Þótt ákvörð-
unarstaðurinn liggi fyrir,
virðist jafnlíklegt að ferða-
lagið leysist upp í einlæga
flóttatilraun. Kvöldið áður
hitti Samúel æskuvin sinn á
hótelherbergi - fundur sem
afklæddi fortíðina, ögraði
augnablikinu og gerði fram-
tíðina að því rökkurlandi
sem söguhetjan mjakast inn í
skref fyrir skref, orð fyrir orð.
Óvenjuleg saga og spenn-
andi frá upphafi til enda.
160 bls.
Ormstunga
ISBN 978-9979-63-088-3
Leiðb.verð: 3.390 kr.
HÚSIÐ
Ljósbrot frá isafiröi
Harpa Jónsdóttir
Sagan af Húsinu segir fyrst
og fremst frá fólkinu í kring
um það, bænum og nánasta
umhverfi. Höfundur bregður
upp hlýlegum en jafnframt
skarpskyggnum myndum af
bæjarbrag á Isafirði og sam-
félagi séð með augum þess
sem tilheyrir því - en þó
ekki. Fjöldi Ijósmynda setur
svip á verkið.
72 bls.
Vestfirska forlagið
ISBN 978-9979-778-76-9
Leiðb.verð: 900 kr.
78