Bókatíðindi - 01.12.2008, Page 82
íslensk skáldverk
HVAR
ERSYST1R MlN?
HVAR ER SYSTIR MÍN?
Eyrún ÝrTryggvadóttir
Ung kona biýsett f Kaup-
mannahöfn fær dularfullt
bréf frá tvíburasystur sinni á
fslandi. Hún fer heim í snar-
hasti, þar bíða hennar skelfi-
legar fréttir og fljótlega er
hún sjálf grunuð um morð.
Æsispennandi skáldsaga.
254 bls.
Salka
ISBN 978-9979-650-59-1
Leiðb.verð: 3.990 kr.
JartUA okkur lluglrikur l)ug»un
JARÐIÐ OKKUR
Hugleikur Dagsson
Ofurhúmoristinn Hugleikur
Dagsson sendir nú frá sér
sjöttu Okkur-bókina, Jarðiö
okkur. Sem fyrr er verkið
troðið djörfum en jafnframt
drepfyndnum bröndurum.
Um leið og lesandinn veltist
um af hlátri vekja einrömm-
ungarnir upp áleitnar spurn-
ingar um firringu samtímans
og lesandinn spyr sig: „Ætti
ég að vera að hlæja að
þessu?" - Já, af hverju ekki?
190 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-024-4
KJAMMI
- bara krútt sem þarf knús
Helgi Jean Claessen
Skeið er stungið í hjarta út-
varpsmanns á FM957. í kjöl-
farið rannsakar Erlendur sitt
allra hressasta morðmál á
ferlinum. Splunkunýr tónlist-
arklukkutími veldur reyndar
hans mestu skapvonsku síð-
an frostaveturinn 1918. Úrill-
ur neyðist hann svo til að
leita ráða hjá rithöfundinum,
Arnaldi Indriðasyni, sem
leyfislaust byggir heila bóka-
röð á Iffi hans.
- Hluti ágóðans rennur til
Geðhjálpar -
101 bls.
H-Karlarnir
ISBN 978-9979-70-516-1
Leiðb.verð: 1.690 kr. Kilja
KRISTRÚN í HAMRAVÍK
Guðmundur G. Hagalín
Þessi bók markaði tímamót á
ferli höfundarins og er að
margra dómi hans besta
verk.
Árni Tryggvason leikari og
höfundur lesa.
4) 380 mín.
Hljóðbók.is
ISBN 9789979784265
Leiðb.verð: 2.790 kr.
LAND TÆKIFÆRANNA
Ævar Örn Jósepsson
ísland var land tækifæranna í
augum Mareks Pawlak. Hér
ætlaði hann að hefja nýtt líf
ásamt unnustu sinni og bróð-
ur, réttu megin laganna og
laus við alla fortíðardrauga.
Hann fór að vinna í bygg-
ingabransanum - en sá svo
ný tækifæri sem hann gat
ekki með góðri samvisku lát-
ið ónotuð.
Líkt og Marek var Daníel
Marteinsson í byggingabrans-
anum, þótt á öðrum forsend-
um væri. Á undraskömmum
tíma varð hann einn ríkasti
maður landsins, svellkaldur
útrásarvíkingur sem baðaði
sig í kastljósi fjölmiðla og
aðdáun almennings jafnt
sem ráðamanna.
Haustið 2008 reynist ör-
lagaríkt. Andrzej, bróðir Mar-
eks, finnst myrtur og stórkost-
leg spilaborg Daníels og út-
rásarvina hans hrynur, með
skelfilegum afleiðingum fyrir
alla íslensku þjóðina. Þegar
illa útleikið lík Daníels finnst
íhálfkláruðu risaeinbýlishús-
inu (sem hann var að reisa í
stað þess sem hann lét rífa)
reynist því enginn skortur á
grunuðum ...
Rannsóknarlögreglufólkið
Katrfn, Guðni, Árni og Stefán
finna fljótlega tengsl á milli
þessara gjörólíku manna - en
hvort þau skipta einhverju
máli er svo allt annar hand-
leggur.
356 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9979-659-16-7
Leiðb.verð: 4.980 kr.
80