Bókatíðindi - 01.12.2008, Page 92
íslensk skáldverk
mm
Segðu mömmu
að mér líði vel
SEGÐU MÖMMU
AÐ MÉR LÍÐI VEL
Guðmundur Andri Thorsson
Einar er hæglátur arkitekt
sem býr með pabba sínum í
vesturbæ Reykjavíkur. Hann
á kærustu í næstu götu, upp-
kominn son, sætar og sárar
minningar úr bernsku; um
mömmu sína og pabba,
söngvana sem bundu þau
saman og bölið sem sleit þau
bönd, um allt það sem gerð-
ist og hitt sem aldrei varð ...
Guðmundur Andri Thorsson
kann flestum höfundum bet-
ur að skapa með fáum drátt-
um andrúmsloft þar sem
margar sögur krauma undir.
Hér er á ferð Ijúfsár saga um
ástina í öllum myndum og
það sem mestu máli skiptir í
lífinu.
160 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-016-9
SJÖUNDI SONURINN
Arni Þórarinsson
Einari blaðamanni á Síðdeg-
isblaðinu er ekki skemmt
þegar hann er sendur vestur
á firði um hávetur. Ekki líður
þó á löngu áður en hann fær
fiðring í fréttanefið. Gamalt
hús í miðbæ ísafjarðar brenn-
ur, grunur leikur á íkveikju
og þekktur fótboltakappi og
félagi hans hverfa sporlaust.
Þetta er hörkuspennandi
samtímasaga um hefnd,
græðgi og firringu - saga sem
kemur á óvart og lætur sér
ekkert óviðkomandi.
376 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-008-4
GUDRÚK EVA MÍNERVUDÓTTIR
skApARÍnn
SKAPARINN
Guðrún Eva Mínervudóttir
Sveinn hefur helgað sig þeirri
list að smíða fagrar og vand-
aðar kynlífsdúkkur. Eftir
mikla vinnutörn lítur hann út
um gluggann og sér Lóu þar
sem hún bisar við að skipta
um dekk. Sveinn aðstoðar
hana en dregst í kjölfarið inn
í fjölskyldumál Lóu og tekst
um leið á við eigið líf. Eins
og í fyrri bókum Guðrúnar
Evu er hér lýst átökum venju-
legs fólks við sérkennilegar
aðstæður þar sem hjálpin
berst stundum úr óvæntri
átt.
281 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-012-1
SKÍTADJOBB
Ævar Örn Jósepsson
Árni, nýliðinn í rannsókn-
arlögreglunni, og þrautreynd-
ur yfirmaður hans, Stefán,
mæta á vettvang þar sem
maður hefur látið lífið eftir
að hafa fallið niður af hárri
íbúðablokk.
Skítadjobb er fyrsta sagan
eftir Ævar Örn þar sem lög-
reglumennirnirStefán, Katrín,
Guðni og Árni takast á við
flókin sakamál. Eftir bókinni
hafa verið gerðir vinsælir
sjónvarpsþættir, Svartir engl-
ar.
347 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9979-659-11-2
Leiðb.verð: 1.980 kr. Kilja
bók/ðslð. /túdervfe.
Háskólatorgi • 5 700 777 • boksala@boksala.is • www.boksala.is
90