Bókatíðindi - 01.12.2008, Page 102
Þýdd skáldverk
BÓKATÍÐINDI 2008
hryðjuverkaárás sumarsins:
Blair og Bunny eru fyrstu
símastvíburar heimsins sem
tekist hefur að aðskilja á full-
orðinsárum - þeir eru 33 ára.
Á sama degi í hinu stríðs-
hrjáða Kákasus verður hin
fagra og kjaftfora Lúdmíla
Derev fyrir þvíóláni að drepa
afa sinn. Þegar desember-
mánuður rennur upp eiga
þau öll þrjú ýmislegt merki-
legt sameiginlegt.
Áður hefur komið út hjá
Bjarti bókin Vernon Cod
Little, eftir DBC Pierre.
360 bls.
Bjartur
ISBN 978 9979 657 08 8
Leiðb.verð: 1.980 kr. Kilja
BLÁIR SKÓR OC
HAMINGJA
Alexander McCall Smith
Þýð.: Helga Soffía
Einarsdóttir
Hin snjalla og ómótstæðilega
Precious Ramotswe, eigandi
Kvenspæjarastofu númer eitt
í Botsvana, er ekki sest í
helgan stein þótt hún sé nú
gift kona. Hún heldur áfram
að leysa ráðgátur og rétta
saklausu fólki sem til hennar
leitar hjálparhönd. Ung kona
kemur til hennar vegna
óheiðarleika yfirmanns og
hótana um uppsögn en Ra-
motswe kemst brátt að því að
fleira hangir á spýtunni.
215 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3004-2 Kilja
BLÓÐREITURINN
Patricia Cornwell
Þýð.: Atli Magnússon
Jól. Nakið lík finnst í Central
Park í New York. Allt bendir
til að sadískur raðmorðingi
sé aftur kominn á kreik. Eitt
erfiðasta mál Kay Scarpetta.
360 bls.
Bókafélagið Ugla
ISBN 978-9979-651-28-4
Leiðb.verð: 4.490 kr.
BÓKAÞJÓFURINN
Markus Zusak
Þýð.: ísak Harðarson
I Þýskalandi nasismans býr
hin níu ára gamla Lísella hjá
fósturforeldrum en móðir
hennar hefur verið send í
fangabúðir. Lísella hefur dá-
læti á bókum en til að geta
eignast þær verður hún að
stela þeim. Bókaþjófurinn er
saga um hugrekki, mann-
gæsku, gleði og ást en einnig
ótta og óskiljanlega grimmd.
Makalaust bókmenntaverk
um helför nasista þar sem
sjálfur dauðinn er sögumað-
ur.
596 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-007-7
4SX
FRANZ KAFKA
Krcftil l(')ðurins
.PO httur. þón mcrkil«9t U.
nokhum jrun um þtO um «9 h«l ti s«9i< ~
BRÉF TIL FÖÐURINS
Franz Kafka
Þýð.: Ástráður Eysteinsson
og Eysteinn Þorvaldsson
Erlend klassík Forlagsins.
Franz Kafka var þrjátíu og sex
ára gamall þegar hann skrif-
aði föður sínum gríðarlangt
bréf sem var ekki ætlað til
birtingar og raunar aldrei af-
hent. En það varðveittist og
er ekki aðeins magnað
ákæruskjal á hendur föðurn-
um heldur einnig einstök
játningabók og tilraun bréf-
ritarans til þess að skilja æsku
sína, fjölskyldu, uppeldi og
mótun. Auðvelt er að koma
auga á tengsl þessa bréfs við
sérstæðan sagnaheim Kafka.
Þýðendur rita eftirmála.
105 bls.
FORLAGIÐ
ISBN 978-9979-53-505-8 Kilja
BRICK LANE
Monica Ali
Þýð.: Þór Tryggvason
Þegar faðir Nazneen ákveður
að gifta hana tuttugu árum
eldri manni umturnast líf
hennar. Hún yfirgefur þorpið
sitt í Bangladess og flyst
ásamt eiginmanninum í
blokkaríbúð í austurhluta
Lundúna. í þessum nýja
heimi þar sem fátæklingar
geta verið feitir og hundar
farið í megrun glfmir hún við
eigin tilvist ásamt skyldum
sínum gagnvart eiginmann- :
inum, manni með uppblásn-
ar hugmyndir (og maga) sem
sárlega reynir á þolrif hennar
og undirgefni. En Nazneen
gefur sig hlýðin á vald Örlag-
anna og helgar sig því að j
koma upp fjöiskyldu og
kveða niður djöfla ófull-
nægðra hvata - eða þangað
til hún kynnist ungum rót- j
tæklingi, Karim að nafni.
Meistaraverk um baráttuþrek
mannsandans.
336 bls.
Stílbrot
ISBN 978-9979-9731-4-0
Leiðb.verð: 1.890 kr. Kilja
100