Bókatíðindi - 01.12.2008, Blaðsíða 108
Þýdd skáldverk
þar ákaft um peninga. Löngu
síðar kynnist Kay Peter Car-
rington, sem legið hefur
undir grun vegna dauðsfalla
á setrinu, og giftist honum.
Þegar lík fara að finnast í
jörðu er Peter sóttur til saka.
Kay er hins vegar fullviss um
að lykillinn að sannleikanum
leynist í því sem bar fyrir
hana í kapellunni á sínum
tíma. En henni kemur síst
til hugar að það sem býr að
baki minningum hennar geti
kostað hana lífið.
338 bls.
Skjaldborg ehf.
ISBN 978-9979-57-660-0
Leiðb.verð: 4.480 kr.
Móðir
Teresa
Friður
í hjarta
FRIÐUR í HJARTA
Móðir Theresa
Þýð.: Karl Sigurbjörnsson
Líf sérhvers manns er dýr-
mætt í augum Guðs. í þessari
bók má finna safn ummæla
Móður Theresu, hugleiðinga
og bæna sem eiga fullt erindi
við íslendinga í dag. Þar má
skynja þá umhyggju, visku
og djúpa frið sem mótaði líf
og ævistarf hennar. Við lestur
þessarar bókar fáum við frið |
í hjarta.
98 bls.
Skálholtsútgáfan
ISBN 978-9979-792-59-8
Leiðb.verð: 1.690 kr.
BÓKATÍÐINDI 2008
FRIÐÞÆCINC
lan McEwan
Þýð.: Rúnar Helgi Vignisson
: Heitasti dagur sumarsins
1934. Hin þrettán ára Briony
sér systur sína, Ceciliu, af-
klæðast og baða sig úti í
garði á sveitasetri þeirra.
Robbie Turner, æskuvinur
hennar, stendur og horfir á.
Aður en næsti dagur rennur
upp hefur líf þeirra þriggja
tekið algjöra kollsteypu.
Sumt verður ekki aftur tekið.
400 bls.
Bjartur
ISBN 9789-979-788-997
Leiðb.verð: 1.980 kr. Kilja
FUNDIÐ FÉ
Jens Lapidus
Þýð.: Jón Daníelsson
Myrk spennusaga úr und-
irheimum Stokkhólms þar
sem allt snýst um eiturlyf,
peninga og hefnd. Aðalper-
sónurnar eru þrír ólíkir
glæpamenn sem allir leita að
skyndigróða. Örlög þeirra
tvinnast saman gegnum
kókaínið; þar má hafa skjót
uppgrip, þar er fundið fé.
Höfundurinn er ungur sænsk-
ur lögfræðingur og nýtir hann
reynslu sína af því að verja
alræmda glæpamenn til að
skapa snjalla og æsispenn-
andi sögu með skörpum
þjóðfélagslegum broddi.
453 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-023-7
Saga úr diskheimi
FURÐULJÓSIÐ
Terry Pratchett
Þýð.: Jón Daníelsson
Önnur bókin í röðinni eftir
Terry Pratchett. Diskheim-
urinn stefnir að því er virðist
í óhjákvæmilegan árekstur
við illviljaða, rauða störnu og
það er aðeins á færi eins
manns að koma í veg fyrir j
það. En svo óheppilega vill !
til að þetta er óvenju lélegur
og huglaus galdramaður,
Rincewind að nafni. Síðast j
sásttil hansþarsem hannféll j
fram af brún heimsins.
Fyndnasta og furðulegasta
ævintýrasaga ÍVetrarbrautinni
og þótt víðar væri leitað.
212 bls.
Tónleikur ehf.
ISBN 978-9979-70-518-5
FYRIR FROSTIÐ
Henning Mankell
Þýð.: Þórdís Gísladóttir
Lögreglan í Ystad finnur af-
hoggið mannshöfuð og sam-
anfléttaðar hendur í skóg-
lendinu utan við bæinn.
Ýmis undarleg atvik, meðal
annars fólskulegar árásir á
húsdýr, vekja ugg í brjósti
Wallanders um að vænta
megi mannvíga í stórum stíl.
Henning Mankell er einn
þekktasti spennusagnahöf-
undur heims og sögur hans
um Kurt Wallander rann-
sóknarlögreglumann hafa
notið mikilla vinsælda hér á
landi líkt og annars staðar.
463 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3008-0 Kilja
106