Bókatíðindi - 01.12.2008, Page 116
Þýdd skáldverk
8ÓKATÍÐINDI
í LANDI KARLMANNA
Hisham Matar
Þýð.: ísak Harðarson
Þessi magnaða skáidsaga var
tilnefnd til Booker-verðlaun-
anna, Guardian-verðlaun-
anna og Bandarísku gagnrýn-
endaverðlaunanna. Hér segir
frá Suleman, níu ára dreng í
Líbýu 8. áratugarins, sem fer
ekki varhluta af bágu stjórn-
málaástandi í heimalandi
sínu. Höfundur byggir söguna
að nokkru leyti á eigin reynslu
en faðir hans var numinn á
brott af mönnum Gaddafis og
sást aldrei eftir það.
208 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9979-656-47-0 Kilja
í MINNINGU
HINNA FÖLLNU
lan Rankin
Þýð.: Björn Jónsson
Forystumenn G8 - helstu
iðnríkja heims - eru sam-
ankomnir í Edinborg. Lög-
reglan á í mesta basli með að
halda aftur af kröftugum
mótmælum. John Rebus
varðstjóri hefur verið gerður
óvirkur á þessari örlagstundu
af því að yfirvöld óttast að
hann kunni að stofna til ein-
hverra leiðinda. Það breytist
þó allt þegar ungur stjórn-
málamaður feilur niður af
múrum Edinborgarkastala og
dregur Rebus inn í atburða-
rásina.
464 bls.
Skrudda
ISBN 978-9979-655-20-6
Leiðb.verð: 1.990 kr. Kilja
í ÞOKUNNI
Philippe Claudel
Þýð.: Guðrún
Vilmundardóttir
í litlu þorpi rétt við frönsku
víglínuna árið 1917 er fram-
inn glæpur. Á frostköldum
morgni finnst tíu ára gömul
stúlka myrt. Tveir liðhlaupar
eru ásakaðir um glæpinn og
eru yfirheyrðir og sakfelldir
miskunnarlaust. Tuttugu árum
síðar reynir einn þeirra sem
rannsökuðu málið að rekja
saman ólíka þræði og kom-
ast að því hvað gerðist í raun
og veru. Sekt og sakleysi eru
ekki alltaf afdráttarlaus.
225 bls.
Bjartur
ISBN 978-9979-657-22-4
Leiðb.verð: 1.980 kr. Kilja
JAÐIAUGAD
Diane Wei Liang
Þýð.: Karl Emil Gunnarsson
Jaðiaugað gerist í Kína nú-
tímans en teygir anga sína
aftur í myrka og spennandi
fortíð. í bókinni segir frá
ungri konu sem var á uppleið
innan kínverska stjórnkerf-
isins en fórnaði framanum
fyrir sjálfstæðið og rekur nú
einkaspæjarastofu \ Peking.
Verkefnin eru ekkert sérstak-
lega spennandi - fyrr en
Chen frændi biður hana um
að hafa uppi á fornum dýr-
grip sem hvarf í menningar-
byltingunni.
236 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9979-656-43-2 Kilja
KARLAR SEM
HATA KONUR
Stieg Larsson
Þýð.: Halla Kjartansdóttir
Blaðamaðurinn Mikael Blom-
kvist er dæmdur í þriggja
mánaða fangelsi fyrir meið-
yrði og ákveður í framhaldi
af því að taka sér hlé frá störf-
um á tímaritinu Millennium.
Um sama leyti fær hann upp-
hringingu frá öldruðum iðn-
jöfri, sem ber fram einkenni-
lega bón. Mikael Blomkvist
er tregur til, en tekur að sér
verkefnið. Honum til aðstoð-
ar er ung kona, Lisbeth Sa-
lander, mjóslegin, náföl og
tattúveruð, frábær rannsak-
andi og tölvuséní.
Karlar sem hata konur er
fyrsta bókin af þremur um
Mikael Blomkvist og Lisbeth
Salander, en bækurnar hafa
verið kallaðar Millenium-
trílógían. Þetta eru feikivel
skrifaðar spennusögur sem
hafa slegið rækilega í gegn
og setið efst á metsölulistum
víða um heim.
540 bls.
Bjartur
ISBN 978-9979-657-32-3
Leiðb.verð: 4.480 kr.
114