Bókatíðindi - 01.12.2008, Síða 118
BÓKATÍÐINDI 2008
Þýdd skáldverk
KONA FER TIL LÆKNIS
Ray Kluun
Þýö.: Jóna Dóra
Óskarsdóttlr
Hollensku hjónin Stijn og
Carmen eru smart, heilbrigð
og rík. Þau eiga nóg af pen-
ingum og vinum og eru stolt-
ir foreidrar hinnar eins árs
Lunu. Allt gengur vel. En dag
einn gerist hið óhugsanlega:
Carmen greinist með brjósta-
krabbamein og horfurnar eru
allt annað en góðar. Skyndi-
lega umturnast Iíf þeirra
tveggja.
Miskunnarlaus lýsing á
sambandi karls og konu.
Ágengur en um leið blíður
óður til ástarinnar.
374 bls.
Bjartur
ISBN 978-9979-657-15-6
Leiðb.verð: 1.980 kr. Kilja
KUÐUNCAKRABBARNIR
Anne B. Ragde
Þýð.: Pétur Astvaldsson
Torunn hittir föðurfólkið sitt í
fyrsta sinn þegar amma
hennar liggur fyrir dauð-
anum, amman sem hrakti
móður hennar ófríska á brott
og svipti Torunni þar með
kynnum af fjölskyldunni -
þar til nú. Áður en Torunn
veit af hefur hún bundist
þessu bláókunnuga, sér-
kennilega fólki og örlögum
þess miklu sterkari böndum
en hún kærir sig um.
Kuðungakrabbarrir er sjálf-
stætt framhald bókarinnar
Berlíraraspirnar sem kom út
2006.
312 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-2936-7 Kilja
LAXVEIÐAR í JEMEN
Paul Torday
Þýð.: Sölvi Björn Sigurðsson
Hér segir frá fursta frá Jemen
sem telur laxveiðar til þess
fallnar að efla samlyndi og
frið. Hann vill því gera lands-
mönnum sínum kleift að
stunda þessa mannbætandi
íþrótt í heimahögum. Verk-
efnið er risavaxið og bylting-
arkennt, og inn í það fléttast
pólitík, trú og ást, svo ekki sé
minnst á vísindaleg afrek og
duttlunga náttúrunnar. Ein-
staklega vel heppnuð saga
um trú sem flytur fjöll - með
afleiðingum sem engan gat
órað fyrir.
320 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-2952-7 Kilja
Saga úr diskheimi
LITBRIGÐI GALDRANNA
Terry Pratchett
Þýð.: Jón Daníelsson
Þetta er fyrsta bókin sem
kemur út á íslensku í skáld-
sagnaröð Pratchetts um þessa
furðuveröld. Bækur sem hafa
slegið í gegn út um allan
heim. Hér koma m.a. við
sögu drekar sem kallaðir eru
fram af ímyndunaraflinu einu
saman, einkar illskeytt ferða-
kista, tröll, villimenn og síð-
ast en ekki síst hin stórhættu-
lega brún diskheimsins.
Höfundurinn,Terry Pratch-
ett, hefur lengi notið mikilla
vinsælda í heimalandi sínu,
Bretlandi, fyrir sögur sínar
um diskheiminn sem bæði
eru afar spennandi og um
leið grípandi fyndnar.
227 bls.
Tónleikur ehf.
ISBN 978-9979-70-354-9
LITLA STÚLKAN
OC SÍGARETTAN
Benoit Duteurtre
Þýð.: Friðrik Rafnsson
Lítil stúlka kemur að fertug-
um borgarstarfsmanni þar
sem hann er að laumast ti I að
reykja sígarettu inni á salerni
í vinnunni. Hversdagslegt at-
vik sem þó er litið grafalvar-
legum augum og hrindir af
stað hryllilega fyndinni at-
burðarás sem sagnameistarar
eins og Swift og Kafka hefðu
verið fullsæmdir af. Þetta er
listilega fléttuð, spennandi
og bráðsmellin saga sem ger-
ist í ímynduðu en kunn-
uglegu framtíðarsamfélagi.
Undir sakleysislegu yfirborð-
inu veltir höfundur fyrir sér
áleitnum spurningum um
ýmis málefni, svo sem hvort
börn eða fullorðnir eigi að
ráða ferðinni í samfélaginu,
hvort ást og manngæska séu
tegundir í útrýmingarhættu,
hvort fjölmiðlar eigi að leysa
dómstóla af hólmi og hvort
það sé minni glæpur að
myrða lögreglumann en að
reykja í laumi.
179 bls.
Skrudda
ISBN 978-9979-655-29-9
Leiðb.verð: 4.680 kr.
116