Bókatíðindi - 01.12.2008, Page 138
LjóÖ
Ármann Jakobsson
FRÉTTIR FRÁ
MÍNU LANDI
Ármann Jakobsson
Fréttir frá mínu landi er eig-
inlega hvorki fugl né fiskur,
stundum flokkuö sem smá-
sögur en stundum sem Ijóð,
hvorugur flokkurinn vill þó
kannast við bókina. Einnig
mætti kalla hana úttekt á ís-
lensku samfélagi sem höf-
undurinn þykist þó ekki til-
heyra. Sumir kalla hana
„spakmæli" en höfundurinn
„óspakmæli" og mun það
mála sannast. Bókin er ekki
ætluð iðnaðarfélagsforstjór-
um.
93 bls.
Nýhil
ISBN 9789979983552
Leiðb.verð: 1.500 kr. Kilja
GÁTTIR
Ritstj.: Kári Páll Óskarsson
Á Ijóðahátíð Nýhils árið
2008 komu fram átján Ijóð-
skáld, tólf íslensk og sex er-
lend. I þessu vandaða og
fallega tvímála þýðingariti er
að finna úrval af Ijóðlist
þessa hóps, bæði á frummál-
um skáldanna sem og f vönd-
uðum þýðingum.
109 bls.
Nýhil
ISBN 9789979983569
Leiðb.verð: 2.500 kr.
GUNNAR DAL
LJÓÐASAFN
Gunnar Dal
Heildarsafn Ijóða hins ást-
sæla skálds og heimspekings,
gefið út í tilefni 85 ára af-
mælis hans. Gunnar Dal er
meðal afkastamestu skálda
þjóðarinnar. Áleitin Ijóð hans
bera vott um agaða listgáfu,
blæbrigðarfkt ti Ifi n ni ngal íf og
virðingu fyrir lífinu.
576 bls.
Bókafélagið Ugla
ISBN 978-9979-651-20-8
Leiðb.verð: 5.990 kr.
Heitar lummur
Ráðlagður skammlur ein limra
tvisvar á dag gegn ólund
Hjálmar Frvysleinsson
HEITAR LUMMUR
Ráblagbur skammtur ein
limra tvisvar á dag gegn
ólund
Hjálmar Freysteinsson
Hjálmar hefur lengi verið
einn af vinsælustu hagyrð-
ingum landsins og oft setið á
palli hagyrðingamóta. Hérer
að finna bestu limrur hans,
enda er hann öðrum mönn-
um slyngari að fást við það
form.
52 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 978-9979-797-46-3
Leiðb.verð: 1.690 kr. Kilja
HVERT ORÐ ER ATVIK
Þorsteinn frá Hamri
Þorsteinn er sístarfandi, orð-
hagur og beinskeyttur hugs-
uður, skáld náttúru og sagna,
lands og þjóðlífs. Hann yrkir
Ijóð sem hitta fólk í hjarta-
stað, stundum grimm og
áleitin, í annan tíma Ijúfsár
og blíð. Hvert orö er atvik
vísar í senn til sögu og for-
tíðar og inn í samtíðina þar
sem þessi heiti, hreini skáld-
skapur á brýnt erindi og
krefst íhugunar og afstöðu.
56 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-2973-2
bók/ðsl\/túdervtð.
Háskólatorgi • 5 700 777 • boksala@boksala.is • www.boksala.is
136