Bókatíðindi - 01.12.2008, Page 147
VÉBÖND
Þorsteinn Bergsson
Vébönd er fyrsta Ijóðabók
höfundar en hann hefur birt
Ijóð í tímaritum og safnritum.
Flest Ijóðin yrkir Þorsteinn
stuttu eftir tvítugt.
64 bls.
Félag Ijóðaunnenda
á Austurlandi
ISBN 978-9979-9440-9-6
Leiðb.verð: 3.480 kr.
ÞAK HAMINGJUNNAR
Katrín Baldursdóttir
Bókin fjallar um glímu
mannsins við hamingjuna og
ástina. Hún fjallar um spurn-
inguna um tilgang lífsins, um
stjórnmál, heimsspeki og
heimssýn. Bókin fjallareinn-
ig á raunsannan hátt um
glímuna við geðhvarfasýki
og alkahólisma. Ljóðin eru á
mannamáli og auðskiljanleg
öllum.
Þak hamingjunnarer fyrsta
bók höfundar.
50 bls.
Katrín Baldursdóttir
ISBN 978-9979-70-495-9
Leiðb.verð: 1.500 kr. Kilja
ÞESS Á MILLI
Ingvar Högni Ragnarsson
Eymdin er prentuð í djúpum
og björtum litum ífyrstu Ijós-
myndabók Ingvars Högna j
Ragnarssonar: Þess á milli. [
Freistandi er að segja að !
Ijómsyndarinn ungi spásseri
í spámannsskóm á síðum
bókarinnar, þar sem hann
fangar heiminn máttvana, j
hljóðan, á nærfötunum, ver- j
öldina sem blasir við eftir að (
markaðir hrynja en áður en j
nýjar grundir gróa.
„Þess á milli fjallar um
þetta millibilsástand þegar
heimar breytast eða skipta
um hlutverk. Þess vegna talar
þessi bók á beinskeyttan hátt
beint inn í núið, og birtir j
nánast endurspeglun þessa j
furðulega veruleika sem við
upplifum á íslandi í dag.
Veruleika sem er svo óraun-
verulegur, þar sem við erum j
stödd einhvers staðar „á
milli"; í heimi sem enginn
þekkir eða hefur not fyrir,
eins og þeim sem birtist í i
Ijósmyndum Ingvars Högna
Ragnarssonar"
48 bls.
Nýhil
ISBN 9789979983583
Leiðb.verð: 2.990 kr.
ÞÓRÐARBÓKIN
Ijóbasafn Þóröar Helgasonar
Þórður Helgason
Þórður Helgason er ötult og
líflegt Ijóðskáld og fjórar
Ijóðabækur hans frá árunum
1989-1995 hafa verið ófáan-
legar um nokkurt skeið. Nyk-
ur gefur þær nú út á stórbók,
auk nýjustu Ijóðabókar Þórð-
ar sem ber heitið Einn.
Þórður hefur um árabil
verið leiðbeinandi í Ijóða-
gerð í Kennaraháskólanum,
Verslunarskóla íslands og
Endurmenntun Háskólans.
Formála rita Andri Snær
Magnason og Davíð A.
Stefánsson.
220 bls.
Nykur
ISBN 978-9979-9850-6-8
Leiðb.verð: 2.490 kr. Kilja
LjóÖ
Þriðja Davíðsbók
igfonnetítti)
Davíð Hjálmar Haraldsson
ÞRIÐJA DAVÍÐSBÓK
Sonnettur
Davíð Hjálmar Haraldsson
Hér segir Davíð Hjálmar sög-
ur á fallegu íslensku máli.
Ljóðin yrkir hann af alvöru
og þar er merkingin á dýpt
og hæð, svo notuð séu orð
Hjálmarsjónssonar, prests og
hagyrðings.
84 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 978-9979-797-50-0
Leiðb.verð: 1.890 kr. Kilja
m
k
145