Bókatíðindi - 01.12.2008, Blaðsíða 162
BÓKATÍÐINÐI 2008
Fræði og bækur almenns efnis
FIMM TÁKNMÁL
ÁSTARINNAR
Gary Chapman
Alþjóðleg metsölubók sem
hefur hjálpað mörgum að
bæta tjáskiptin í sambúð og
hjónabandi. Höfundur út-
skýrir fimm táknmál sem fólk
notar til að tjá ást sína og
hann bendir á mikilvægi þess
að nota það táknmál sem
makinn skilur best. Fjöldi
dæma er tekinn um hvernig
samskipti hjóna hafa ger-
breyst þegar ástartáknmál
makans er notað.
168 bls.
Salt ehf útgáfufélag
ISBN 978-9979-9864-1-6
Leiðb.verð: 3.290 kr.
FLORA ISLANDICA
Eggert Pétursson og Agúst
H. Bjarnason
Eggert Pétursson er einn
kunnasti samtímalistamaður
Islendinga, dáður fyrir
blómamálverk sín. A árunum
1982-83 teiknaði hann 271
mynd af íslenskum há-
plöntum í bókina íslensk
flóra með litmyndum eftir
Ágúst H. Bjarnason. Flóru-
myndirnar eru nú gefnar út f
fyrsta sinn eins og listamað-
urinn gekk frá þeim í einni
viðamestu og glæsilegustu
listaverkaútgáfu sem sést hef-
ur hérlendis. Bókin er aðeins
fáanleg í 500 tölusettum og
árituðum eintökum og er í
sérsmíðuðum hlífðarkassa úr
línklæddum krossviði. Fæst
hjá útgefanda (crymogea.is).
560 bls.
Crymogea
ISBN 978-9979-9856-1-7
Leiðb.verð: 75.000 kr.
FLYING HIGH ICELAND
Klaus D. Francke og
Giuseppe Brillante
Glæsileg Ijósmyndabók sem
inniheldur ótal fallegar loft-
myndir af Islandi. Höfundur
mynda er Klaus D. Francke.
Hann vann lengi sem arkitekt
en einbeitti sér síðan að Ijós-
myndun og hefur sérhæft sig
í loftmyndum. Hann hefur
gefið út fjöldann allan af
glæsilegum Ijósmyndabók-
um. Höfundur texta er blaða-
maðurinn Giuseppe Brillante
en bókin kemur eingöngu út
á ensku.
416 bls.
FORLAGIÐ
ISBN 978-9979-53-490-7
FÓTATAK í FJARSKA
Sigurður A. Magnússon
Við höldum í ferðalag með
SAM um víðáttur evrópskra,
bandarískra og íslenskra nú-
tímabókmennta. Við heim-
sækjum með honum erlenda
og íslenska höfunda, suma
vel þekkta, aðra minna
þekkta. Sigurður segir okkur
sögu Nóbelsverðlaunanna
og Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs. Hann
fjallar einnig um byltingu í
þýðingum á íslenskum verk-
um á ofanverðri tuttugustu
öld, en sjálfur lagði hann
gjörva hönd á kynningu á
sögu og menningu íslensku
þjóðarinnar fyrir umheim-
inum.
352 bls.
Ormstunga
ISBN 978-9979-63-086-9
Leiðb.verð: 4.590 kr.
FÓTBOLTI
Hin fagra íþrótt
Þýð.: Arnar Björnsson
Þessi bók hittir beint í mark.
Komist að hvernig þetta allt
byrjaði og hvers vegna knatt-
spyrna er vinsælasta íþrótt í
heimi. Kynnist sögunni,
menningunni, spilurunum,
liðunum, samkeppninni og
aðdáendunum. Komið vin-
unum á óvart með skemmti-
legum upplýsingum og fróð-
leik um fótboltann.
Missið ekki af þessari ein-
stöku bók.
152 bls.
Fjölvi
ISBN 978-9979-58-415-5
FRAMANDI Sr
FREISTANDI 2
-indverks Sr arabísk
matreibsla
Yesmine Olsson
Myndir: Áslaug Snorradóttir
Yesmine Olsson er nú loksins
komin með framhald af hinni
geysivinsælu matreiðslubók
Framandi og freistandi - létt
& litrík matreiðsla, sem kom
útárið2006.Yesmineerfædd
á Sri Lanka, alin upp í Svíþjóð
en hefur verið búsett á íslandi
síðustu 10 árin og starfar sem
einkaþjálfari, heilsuráðgjafi
og danshöfundur. í þessari
bók er Yesmine undir áhrifum
af indverskri og arabískri mat-
argerð en hún fer sínar eigin
leiðir í matreiðslunni þar sem
einfaldleiki og hollusta eru í
fyrirrúmi.Viðgerð bókarinnar
fóru þær Yesmine og Áslaug
Ijósmyndari til Kochin á Ind-
landi ogtil borgarinnar Dubai
í Sameinuðu arabísku fursta-
160