Bókatíðindi - 01.12.2008, Qupperneq 174
BÓKATIÐINDI 2008
Fræði og bækur almenns efnis
sýna hvernig íslenskur sjávar-
útvegur leit út árið 2008.
Bókin er í senn glæsileg og
skemmtileg og hefur fengið
frábærar viðtökur. Einnig
komu út minni útgáfur og eru
þær fáanlegar á ensku og
þýsku.
264 bls.
Útgáfufélagið ég og þú
ISBN 978-9979-9863-0-0
Leiðb.verð: 5.980 kr.
^ íslenskur
UTSAUMUR
Elsa E. Guðjónsson
ÍSLENSKUR ÚTSAUMUR
Elsa E. Guðjónsson
Þriðja útgáfa endurskoðuð.
I bókinni er yfirlit yfir sögu
íslensks útsaums, leiðbeining-
ar um saumgerðir, úrval reita-
munstra til eftirsjónar, fjöldi
litmynda af gömlum útsaums-
gripum og aukin ritskrá.
96 bls.
Elsa E. Guðjónsson
ISBN 978-9979-9202-9-8
JÖKLAR Á ÍSLANDI
Helgi Björnsson
Rannsóknir Helga Björnsson-
ar prófessors á íslenskum
jöklum eru þekktar víða um
heim. Þær fjalla um tilurð og
breytingar þeirra, landið
undir jöklunum, myndunar-
sögu þeirra og endalok. Hér
birtast þessar rannsóknir í
fyrsta sinn í einni bók. Helgi
er líka úrvalsljósmyndari og
prýða bókina stórkostlegar
Ijósmyndir hans auk skýring-
armynda og glænýrra landa-
korta sem byggð eru á nýj-
ustu rannsóknum hvað varð-
ar stærð og lögun. Þá hefur
höfundur safnað saman ým-
iss konar fróðleik og sögnum
sem tengjast jöklarannsókn-
um og jöklaferðum.
350 bls.
Bókaútgáfan Opna
ISBN 978-9935-10-004-7
Friðlýst svæði á íslandi
JÖKULSÁRGLJÚFUR
- DETTIFOSS, ÁSBYRGI
OG ALLT ÞAR Á MILLI
Sigrún Helgadóttir
Þjóðgarðinum í Jökulsár-
gljúfrum er hér lýst af þekk-
ingu og væntumþykju á afar
greinargóðan hátt með hjálp
Ijósmynda og korta. Sérstakt
yfirlitskort (1:50.000) fylgir
sem einnig sýnir einstakar
gönguleiðir, en leiðalýsing-
ar eru meginuppistaða bók-
arinnar. Auk þeirra er rýnt
í jarðfræði svæðisins, dýra-
líf og gróður, byggðasögu,
minjar og sagnir.
224 bls.
Bókaútgáfan Opna
ISBN 978-9935-10-001-6
KIRKJUR ÍSLANDS
11. OG 12. BINDI
Ritstj.: Þorsteinn
Gunnarsson og Jón Torfason
Fjallað er um 16 friðaðar
kirkjur í Kjalarnessprófasts-
dæmi, kirkjunum sjálfum er
lýst, hverjir teiknuðu, smíð-
uðu og máluðu þær, birtar
eru frumteikningar, myndir
og uppmælingarteikningar.
Þá er minningarmörkum og
kirkjumunum lýst, gerð grein
fyrir tilurð þeirra og sagt frá
þeim sem gerðu þá. Kirkjan
er ekki aðeins musteri trúar,
heldur táknmynd þess besta
í byggingar- og listasögu
þjóðarinnar. Tvær glæsilegar
og ríkulega myndskreyttar
listaverkabækur saman í
pakka. í ritröðinni hefur
þegar verið fjallað um Ar-
nes, Skagafjarðar-, Húna-
vatns- og Eyjafjarðarprófasts-
dæmi.
Ritin eru öll fáanleg. Rit-
nefnd skipa Margrét Hall-
grímsdóttir, Karl Sigurbjörns-
son o§ Þorsteinn Gunnars-
son. Útgefendur eru Þjóð-
minjasafn Islands, Húsafrið-
unarnefnd, Biskupsstofa og
Kjalarnessprófastsdæmi.
Dreifingu annast Bók-
menntafélagið sem einnig er
meðútgefandi.
740 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 978-9979-66-236-5
Leiðb.verð: 5.490 kr.
KABL MARX OO FRIEORICH ENGELS
Kommúnista-
ávarpið
Lærdómsrit
Bókmenntafélagsins
KOMMÚNISTAÁVARPIÐ
Karl Marx og Friedrich
Engels
Þýð.: Sverrir Kristjánsson
Inng.: Páll Björnsson
Kommúnistaávarpið kom
fyrst út 1848 og er eitt áhrifa-
mesta pólitíska ritið og vafa-
laust það áhrifamesta síðustu
200 árin. Eftir októberbylt-
inguna í Rússlandi 1917 varð
ávarpið að eins konar testa-
menti kommúnistaflokka um
heim allan. Verkið kom fyrst
út á íslenzku árið 1924. Þessi
þýðing var gerð 1949 og er
nú birt með ítarlegum skýr-
ingum, upprunalegum inn-
gangi Sverris Kristjánssonar
sagnfræðings og nýjum eftir
Pál Björnsson.
„Vofa leikur nú Ijósum
logum um Evrópu - vofa
kommúnismans." Upphafs-
orð þessi eru greypt í vitund
fólks og til þeirra er sífellt
vitnað. Fullyrt er að saga
mannsins sé í raun saga sí-
felldrar stéttarbaráttu á milli
kúgara og hinna kúguðu, á
milli arðræninga og hinna
arðrændu. Borgarastéttin
byggir völd sín á töfratækjum
iðnbyltingarinnar með við-
skiptaháttum hins frjálsa
markaðar. Við slíkar aðstæð-
ur geisar farsótt offramleiðsl-
unnar sem steypir þjóðfélög-
um í hverja kreppuna á fætur
annarri. Skyndilega ríkir
172