Bókatíðindi - 01.12.2008, Síða 188
BÓKATÍÐINDI 2008
Fræði og bækur almenns efnis
RÚSSNESKA MEÐ
RÉTTU LAGI
Olga Korotkova
Bók þessi er ætluð til vinnu
með rússneskunemum sem
hafa íslensku að móðurmáli.
Efni bókarinnar miðast við
32 kennslustundir og skiptist
í 16 kafla. í hverjum kafla er
fengist við tiltekin hljóð og
tónfallsform og leiðbeiningar
gefnar um þjálfun þeirra.
Reynt er að svara spurning-
um á borð við: Hvar eru til-
tekin hljóð mynduð og
hvernig? Hvernig er áhersla
og tónhæð í fullyrðingarsetn-
ingum, spurningum, ráðlegg-
ingum, kveðjum og skip-
unum? Hverjum kafla fylgir
fjöldi æfinga og í æfingalykli
í bókarlok má finna réttar
lausnir á stórum hluta verk-
efnanna. Hljóðdiskur með
æfingum fylgir bókinni.
196 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-791-4
Leiðb.verð: 3.900 kr. Kilja
SAGA
Tímarit Sögufélags XLVi.l
2008 og XLVi.2 2008
Ritstj.: Eggert Þór
Bernharðsson og Páll
Björnsson
Tímaritið Saga kemur út tvis-
var á ári, vor og haust. Efni
þess er fjölbreytt og tengist
sögu og menningu landsins í
víðum skilningi. Þar birtast
m.a. greinar, viðtöl og um-
SAGA
TlMARIT SOGUFCLAGS
fjallanir um bækur, sýningar,
heimildamyndir og kvik-
myndir. Ómissandi öllum
þeim sem áhuga hafa á sögu
Islands. Tekið við nýjum
áskrifendum hjá Sögufélagi;
nánar á www.sogufelag.is.
264 bls.
Sögufélag
ISSN 0256-8411
Leiðb.verð: 3.300 kr.
Friðrik G. Olgeirsson
Steingrlmur Steinþórsson
Saga
Hvammstanga II
1938- 1998
SAGA HVAMMSTANGA
II 19B8 1998
Friðrik G. Olgeirsson og
Steingrímur Steinþórsson
Seinna bindi rits sem kom út
árið 1995. Hvammstangi
varð sjálfstæður hreppur árið
1938 en sameinaðist öðrum
hreppum Vestur-Húnavatns-
sýslu 1998 ÍHúnaþingvestra.
í ritinu er fjallað um 60 ára
sögu kauptúnsins: Fólk, hús,
atvinnulíf, menningu og
félagslíf.
359 bls.
Húnaþing vestra
Dreifing: Skrudda
ISBN 978-9979-9232-2-0
Leiðb.verð: 5.990 kr.
f
Islands
SAGA ÍSLANDS
IX (9. BINDI)
Anna Agnarsdóttir, Gunnar
Karlsson og Þórir Óskarsson
Ritstj.: Sigurður Líndal og
Pétur Hrafn Árnason
Tfmabilið 1795 - 1874 hefst
á endalokum Alþingis og
upphafi Landsyfirréttar. Frá
byrjun 19. aldar til 1815
geisaði mikill ófriður um alla
Evrópu og m.a. stóð styrjöld
milli Dana og Breta. ísland
lenti á áhrifasvæði Breta, en
þeir viðurkenndu hlutleysi
þess. Jörgen Jörgensen stóð
fyrir byltingu á íslandi 1809.
Gerð er grein fyrir skóla- og
menntamálum og vexti
Reykjavíkur sem verður nú
höfuðstaður íslands. Fjallað
er um upphaf þjóðrfkis á ís-
landi, gerð er grein fyrir hag-
vexti, fólksfjölda, þróun at-
vinnuvega og landstjórn-
armálefnum og rakin at-
burðarás frá lokum einveldis
í Danmörku til stjórnarskrár-
innar 1874. Lýst er fyrstu
skrefum á lýðræðisbraut, þar
á meðal lýðræðisstarfi al-
mennings og breytingu á
réttarstöðu kvenna. Bók-
menntasagan er helguð róm-
antíkinni og henni lýkur þeg-
ar áhrifa raunsæisstefnunnar
tekur að gæta. Eitt vand-
aðasta yfirlitsverkið um land
og þjóð, prýtt myndum og
uppdráttum. Öll fyrri bindi
eru enn fáanleg.
420 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 978-9979-66-239-6
Leiðb.verð: 4.490 kr.
SAGA
LISTAR
ÍMNAR
m
E. H. GOMBRICH
SAGA LISTARINNAR
E. H. Gombrich
Þýb.: Halldór Björn
Runólfsson
Þessi margrómaða listasaga
rekur alla helstu liststrauma
og-stfla, frá hellamálverkum
til listsköpunar 20. aldar, og
listaverkin eru sett í samhengi
við gang heimssögunnar. Þau
birtast lesendum Ijóslifandi í
fræðandi og skemmtilegum
texta og urmul litljósmynda
sem prýða þessa bók sem
þarf að vera á borði allra sem
vilja öðlast grunnþekkingu í
heimslist og sögu hennar.
688 bls.
Bókaútgáfan Opna
ISBN 978-9935-10-013-9
186